Myndir mánaðarins Júní 2018 tbl. 293 Bíóhluti | Page 6

Stærðin skiptir máli
Bíófréttir – Væntanlegt
Nýjasta íslenska bíómyndin , Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson , var frumsýnd í Cannes um miðjan maí og hér á landi 23 . maí og það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með umsögnum íslenskra kvikmyndaunnenda um hana enda nokkuð samdóma álit allra sem séð hafa að hún sé alveg frábær . Myndin hefur einnig hlotið mjög góða dóma erlendis , m . a . fimm stjörnu dóm hjá gagnrýnanda Variety , en hann segir myndina mikla snilld sem eigi eftir að seljast vel víða um lönd og hrífst af öllu í senn , bæði sögunni , leiknum , allri sviðsetningu , kvikmyndatöku og ekki síst leikstjórn Benedikts . Um leið og við viljum hvetja alla sem eiga það eftir til að sjá þessa einstöku mynd sem fyrst ætlum við að leyfa okkur að spá því að Kona fer í stríð verði næsta framlag Íslands til Óskarsverðlauna og eigi eftir að gera það gott þar .
Avengers-myndin Infinity War hefur heldur betur slegið í gegn og fór létt með að setjast í efsta sæti listans yfir vinsælustu myndir ársins á heimsvísu þar sem önnur Marvel-mynd , Black Panther , hafði setið í nokkra mánuði . Þar munar þó mest um aðsókn á myndina utan Bandaríkjanna því þegar þetta er skrifað í lok maí er Black Panther enn á toppnum innan Bandaríkjanna með 690 milljón dollara innkomu á móti 610 milljón dollurum Infinity War . Utan Bandaríkjanna er Infinity War hins vegar með 1,2 milljarða dollara í tekjur á móti 650 milljón dollurum Black Panther . Þessi árangur nægir til að koma Infinity War í fjórða sæti listans yfir tekjuhæstu myndir allra tíma en þar sitja Avatar og Titanic sem fyrr á toppnum ásamt Star Wars : The Force Awakens sem er í þriðja sæti .
Nokkrar nýjar stiklur úr væntanlegum myndum kvikmyndahúsanna hafa verið frumsýndar að undanförnu og kennir þar ýmissa grasa eins og alltaf . Við rennum hér yfir þær helstu og byrjum á nýrri Disney-mynd , Christopher Robin , sem verður frumsýnd í ágúst . Hún er eins og heiti hennar gefur til kynna byggð á sögunum um Bangsímon en er samt ný saga sem gerist þegar Christopher , sem Ewan McGregor leikur , er orðinn fullorðinn fjölskyldumaður . Honum finnst samt sem sitthvað vanti í líf sitt og dag einn þegar hann fær sér sæti í almenningsgarði í London dúkkar Bangsímon skyndilega upp , staðráðinn í að hjálpa sínum gamla og góða , mannlega vini að finna gleðina aftur og sækjast sjálfur eftir aðstoð hans . Myndin er blanda leikinna atriða og tölvuteikninga og lítur geysilega vel út af stiklunni að dæma . Kíkið endilega á hana en leikstjóri er Marc Forster sem á að baki myndir eins og Monster ’ s Ball , Finding Neverland , Stranger Than Fiction , Quantum of Solace og World War Z .
Það eru þau Evangeline Lilly og Paul Rudd sem leika Hope van Dyne og Scott Lang , öðru nafni The Wasp og Ant-Man .
Stærðin skiptir máli
Það er skammt á milli ofurhetjumyndanna þessa dagana en tuttugasta myndin í hinum sameinaða Marvel-kvikmyndaheimi verður frumsýnd í byrjun júlí . Um er að ræða myndina Ant-Man and the Wasp sem er framhald fyrstu myndarinnar um Scott Lang og félaga , en sagan gerist skömmu eftir atburðina í Captain America : Civil War . Scott á sem fyrr fullt í fangi með að samræma föðurhlutverkið við hlutverk sitt sem hinn öflugi mauramaður , en Scott notar eins og flestir vita tækni vísindamannsins Hanks Pym til að bæði smækka sig niður í pöddustærð og stækka sig upp í 20 metra risa . Þegar ný ógn steðjar að er ákveðið að dóttir Hanks , Hope , fái sams konar búning svo hún geti tekið þátt í vörninni . Við kynnum þessa mynd nánar í næsta blaði en stiklurnar úr henni eru frábærar og það fer ekkert á milli mála að hér er aðaláherslan lögð á húmorinn .
6 Myndir mánaðarins