Myndir mánaðarins Júní 2018 tbl. 293 Bíóhluti | Page 29

Tag Gamanmynd
Tag
Klukk , þú ert ’ ann !
Bíómyndin Tag , sem verður frumsýnd í lok júní , lofar gamanmyndaunnendum góðu en hér er saman kominn stór hópur af frægum leikurum sem eru ekki síst þekktir fyrir mikinn húmor .
Einu sinni fyrir langa löngu , fyrir tíma tölvuleikja , léku krakkar sér saman úti á kvöldin . Þá fóru þau stundum í eltingarleik sem var yfirleitt kallaður „ síðasta “, en líka stundum „ klukk “. Þetta var einfaldur leikur sem snerist um að einhver í hópnum „ var ’ ann “ og þurfti að elta uppi aðra í leiknum og „ klukka “ þá , en í klukki fólst að ná að snerta viðkomandi . Sá sem var klukkaður breyttist þá í að ver ’ ann og þurfti að elta einhvern félaga sinn uppi til að klukka hann ... og svo koll af kolli þangað til tíminn leysti leikinn sjálfkrafa upp , oft í kringum háttatíma . Enginn vildi ver ’ ann þegar að því kom .
Þessi leikur er einmitt aðalatriðið í Tag sem fjallar um nokkra æskuvini sem léku sér í „ síðasta “ þegar þeir voru ungir . Ólíkt öðrum ákváðu þau hins vegar að hætta ekki í leiknum , bjuggu til sínar eigin reglur og koma enn félögum sínum á óvart með óvæntu klukki ...

Tag Gamanmynd

Aldurstakmark og tími ekki fyrirliggjandi fyrir prentun .
Aðalhlutverk : Jeremy Renner , Jake Johnson , Isla Fisher , Ed Helms , Annabelle Wallis , Rashida Jones , Jon Hamm , Hannibal Buress og Leslie Bibb Leikstjórn : Jeff Tomsic Bíó : Sambíóin Álfabakka , Egilshöll , Kringlunni , Akureyri og Keflavík , Laugarásbíó , Háskólabíó , Ísafjarðarbíó , Bíóhúsið Selfossi , Bíóhöllin Akranesi , Eyjabíó , Króksbíó og Skjaldborgarbíó
Frumsýnd 27 . júní
Sex af níu aðalleikurum myndarinnar eru þau Annabelle Wallis , Jon Hamm , Jake Johnson , Ed Helms , Isla Fisher og Hannibal Buress .
Punktar ....................................................
l Tag er að hluta til byggð á sannri sögu fjögurra æskuvina sem ólust upp saman í borginni Spokane í Washington-ríki . Saga þeirra birtist upphaflega sem grein í The Wall Street Journal og heitir It Takes Planning , Caution to Avoid Being ' It '. Hún er eftir Russell Adams og vakti mikla athygli á sínum tíma , þ . á m . handritshöfundarins Mark Steilen sem ákvað að skrifa handritið að Tag . Upphaflegu greinina má enn sjá á vef The Wall Street Journal ( www . wsj . com ) ásamt ljósmyndum af félögunum fjórum , Bill , Patrick , Sean og Mike .
l Will Ferrell átti mestan þátt í að fjármagna Tag en hann er framleiðandi hennar og ætlaði sér upphaflega að leika eitt hlutverkið . Við það þurfti hann hins vegar að hætta vegna anna við önnur verkefni .
Sumar tilraunir eru dæmdar til að mistakast eins og þessi þegar Hoagie reynir að klukka Jerry í brúðkaupi þess síðarnefnda .
Veistu svarið ? Þau Jeremy Renner , Annabelle Wallis og Jake Johnson eiga það m . a . sameiginlegt að hafa öll leikið á móti Tom Cruise . Jeremy gerði það í tveimur Mission Impossible-myndum en í hvaða mynd léku hin tvö á móti honum ?
Jerry ( Jeremy Renner ) stærir sig af því að hafa um langt skeið séð við öllum félögum sínum í leiknum . Sjáum hvort það endist út myndina !
The Mummy .
Myndir mánaðarins 29