Myndir mánaðarins Júní 2017 tbl. 281 bíóhluti | Page 13

Væntanleg í júlí – War for the Planet of the Apes

Styrjöldin hefst

Þriðja Apaplánetumyndin , þ . e . í þeirri seríu sem hófst árið 2011 með Rise of the Planet of the Apes og hélt síðan áfram með Dawn of the Planet of the Apes árið 2014 , er væntanleg í júlí og nefnist hún War for the Planet of the Apes . Eins og heitið bendir til segir hún frá því þegar styrjöldin á milli manna og apa hefst fyrir alvöru . Fyrir mönnum fer hinn miskunnarlausi Colonel ( Woody Harrelson ) sem er staðráðinn í að eyða hinum genabreyttu öpum fyrir fullt og allt af yfirborði Jarðar , en eins og þeir vita sem þekkja fyrri myndirnar á Ceasar , foringi apanna ( Andy Serkis ), eftir að sjá við honum og gott betur . Nýjasta stiklan úr myndinni er vægast sagt frábær . Sjáið hana .
Sem fyrr er það Andy Serkis sem leikur Ceasar og eins og áður er það svokölluð hreyfigripstækni ( motion capture ) sem notuð er til að skapa útlit hans .
Woody Harrelson leikur foringja hersveita manna og er staðráðinn í að eyða öpunum fyrir fullt og allt . Þessum náunga myndu sennilega fáir vilja mæta í myrkri .
Andy Serkis í búningnum sem notaður er til að búa til apagervið utan á hann .

BJÓÐIÐ

16 bitar

4499

krónur
Pantið á veisla @ subway . is eða á þeim stað sem hentar að sækja .
Nánari upplýsingar eru á subway . is / veisla .

VEISLUPLATTANN

VELKOMINN