Myndir mánaðarins Júní 2017 tbl. 281 bíóhluti | Page 12

Væntanlegar í júlí – All Eyez on Me og Aulinn ég 3 Það eru liðin rúmlega 20 ár síðan tónlistarmaðurinn, leikarinn, ljóð- skáldið og aðgerðasinninn Tupac Shakur var myrtur, aðeins 25 ára að aldri í Las Vegas. En þrátt fyrir aldurinn hafði honum tekist að verða einhver áhrifamesti rappari heims auk þess sem hann þótti alveg gríðarlega efnilegur leikari og var sem slíkum spáð miklum frama. Í júlí verður frumsýnd ný mynd, All Eyez on Me, þar sem farið er yfir stutt en viðburðaríkt líf Tupacs allt frá því hann fæddist og ólst upp í Harlem og til dauðadags, en morðið á honum hefur aldrei verið upplýst. Fimmtán ára að aldri flutti Tupac ásamt fjölskyldunni til Baltimore en þar vingaðist hann m.a. við Jödu Pinkett sem síðar giftist Will Smith. Hún er hér leikin af Kat Graham. Það er Demetrius Shipp Jr. sem leikur Tupac í myndinni en Deme- trius þykir ekki bara ná Tupac vel heldur er hann einnig alveg ótrúlega líkur honum í útliti. Þess má geta að faðir hans tók upp síðustu plötu Tupacs, Makaveli: The Don Killuminati: 7 Day Theory. Við gerð All Eyez on Me var öll áhersla lögð á að gera lífi og störfum Tupacs sannferðug skil og til að tryggja það voru nánast allir nánustu samstarfsmenn hans, vinir og fjöl- skylda í ráðgjafahlutverki. Myndin er af Tupac sjálfum. Ber er hver að baki ... Teiknimyndaaðdáendur á öllum aldri fá heldur betur eitthvað fyrir sinn banana í júlí þegar þriðja Aulinn ég-myndin kemur í bíó en í henni kemur í ljós að Gru á tvíburabróður. Á hann renna þó tvær grímur þegar hann uppgötvar að bróð- irinn, Silas Ramsbottom, hefur gert það helmingi betra en hann sjálfur og er þar að auki mun óheiðarlegri en hann gat nokkurn tíma orðið. Það á svo eftir að koma í ljós að Silas hefur skipulagt rán á dýrmætum demanti og vill endilega að Gru taki þátt í því með sér. Slær hann til? Við skoðum málið í næsta blaði! Stórglæponinn Balthazar Bratt mætir að sjálfsögðu á svæðið og er alveg áreiðanlega með eitthvað svakalegt á prjónunum. Og svo eru litlu gulu skósveinarnir ekki langt undan en í þessari mynd lenda þeir í steininum með alvarlegum afleiðingum fyrir aðra fanga. 12 Myndir mánaðarins