Myndir mánaðarins Júlí 2017 tbl. 282 DVD-VOD-hluti | Page 8

Gullkorn Það var skelfilegt að leika í henni. Við sem unnum við hana snerum m-inu í henni við og kölluðum hana Timewaster. - Michelle Williams, um myndina Timemaster sem hún lék í 1995. Áður fyrr þurftu hasarmynda- leikarar að vera í fullkomnu formi og færir um að leika sjálfir í slagsmálaatriðunum. Í dag get- ur hvaða væskill sem er leikið slagsmálaséní, þökk sé tækni- brellum og hröðum klippingum. - Jean-Claude Van Damme. Það er mjög erfitt að vera í sam- bandi þegar maður er í svona vinnu. Maður er í fyrsta lagi alltaf að ferðast og í öðru lagi þá er erfitt að halda fjölmiðlum frá einkalífinu. - Jessica Chastain, sem gekk samt loksins í hjónaband 10. júní með ítalska tískukónginum Gian Luca Passi de Preposulo. Ég upplifði mikinn þrýsting og kröf- ur í menntaskóla ... kröfur um að líta alltaf óaðfinnanlega út, þar á meðal að vera mjög grönn. Þetta þróaðist út í sjúklegt ástand, ég fór að borða minna og minna og var sú eina sem sá ekki að ég væri veik af lystarstoli. Sem betur fer átti ég vini og fjölskyldu sem gripu inn í áður en það var orðið of seint. - Troian Bellisario, sem í dag að- stoðar m.a. stúlkur sem lent hafa í sama vítahring og hún. Mér finnst ég vera klikkaðri en margt fólk, en mér finnst líka margt fólk vera mun klikkaðra en ég. Er ég þá ekki bara meðalklikkuð? - Rooney Mara, um sérvisku sína. Lukkan kemur til þeirra sem undir- búa sig. - Catherine Keener. Mín versta leikreynsla? Það var tvímælalaust að taka upp atriði í Killing Them Softly þar sem pers- óna mín át ís. Við þurftum að taka atriðið upp fjörutíu sinnum og ég þurfti því að borða fjörutíu ísa. Mér leið mjög illa það kvöld. - Ben Mendelsohn. 8 Myndir mánaðarins Að leika í mynd Jeans-Luc Godard er ekki vinna heldur upplifun. - Isabelle Huppert. Það er ekkert leyndarmál. Maður bara hættir að borða allt sem manni finnst gott og tekur til við að lyfta þangað til maður gubbar. - Charlie Hunnam, spurður hvernig hann kom sér í svona gott form. Daginn fyrir frumsýninguna sat ég á Leicester-torgi eins og ég hafði oft gert og var ekki ónáðaður af neinum. Daginn eftir öskraði fólk þegar það sá mig. Þetta var stórfurðuleg breyting á mínu lífi. - Robert Pattinson, að tala um þegar hann lék Cedric Diggory í Harry Potter og eldbikarinn árið 2005 og öðlaðist skyndifrægð á einni nóttu, en hann var þá aðeins nítján ára. Ég hef verið Spider-Man aðdá- andi síðan ég man eftir mér og eignaðist minn fyrsta Spider-Man búning þegar ég var tveggja ára. Þeir áttu eftir að verða nokkrir. - Tom Holland, sem leikur köngu- lóarmanninn í nýju myndinni um hann, Homecoming, og mun leika hann í fleiri myndum á næstu árum. Ég myndi vilja vinna með Tar- antino, Scorsese, Sofiu Coppola og bara öllum þessum góðu leik- stjórum. Ég kann að meta hasar- myndir og ég elska hrollvekjur. Ég hef horft á svo margar að ég er fyrir löngu hætt að vera hrædd. - Cara Delevingne, um drauminn. Stíll er ekki bara fötin heldur líka blanda af stað og umhverfi, tilefni, líkamstjáningu, andrúmslofti og skapi. Þú getur ekki keypt þér stíl, en þú getur lært að búa hann til. - Sienna Miller, sem er mikill stílisti. Bestu leikararnir eru þeir sem vita hvernig á að ná því besta út úr meðleikurum sínum og leggja sig fram um að gera það. - Christopher Nolan. Margir leikarar þarna úti vita vel hvernig á að markaðssetja sig. Ég er ekki einn af þeim. - Mark Hamill. Ef þú finnur ekkert til að lifa fyrir skaltu finna eitthvað til að deyja fyrir. Þetta ráðlagði mamma mér. - Tupac Shakur.