Myndir mánaðarins Júlí 2017 tbl. 282 DVD-VOD-hluti | Page 22

Vinsælustu leigumyndirnar 1 2 Why Him? Þegar Ned Fleming hittir manninn sem dóttir hans elskar og ætlar sér að giftast verður honum ekki um sel því þótt tengdasonurinn tilvonandi sé flugríkur og fjallhress milljónamæringur sem segist elska dóttur hans er hann um leið týpa sem Ned kann alls ekki að meta. Ned ákveður því að koma í veg fyrir að af brúðkaupinu verði. Stórskemmtileg gamanmynd með Bryan Cranston, James Franco, Megan Mullally og fleiri góðum gamanleikurum í aðalhlutverkum. Gamanmynd 6 9 12 15 18 22 4 Syngdu The Great Wall Syngdu er nýjasta myndin frá teikni- myndafyrirtækinu Illumination sem stóð að baki myndunum um Gru, litlu gulu skósveinana og leynilíf gæludýranna. Eins og í þeim er það húmorinn sem er hér í fyrirrúmi en í myndinni er líka að finna mörg heimsfræg lög. Þetta er úrvalsskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Stórmyndin The Great Wall er hrein og tær skemmtun fyrir þá fjölmörgu sem kunna að meta spennandi og viðburða- rík ævintýri og vísindaskáldsögur enda var ekkert til sparað til að gera hana sem allra best úr garði. Sagan gerist fyrr á öldum og segir frá æsilegum bardaga manna við forn og ógnvekjandi skrímsli. 3 Teiknimynd Ævintýri Tröll Billi Blikk Tröll, sem er byggð í kringum alþekktar tröllafígúrur sem Daninn Thomas Dam skapaði og setti á markað árið 1958, er litríkt ævintýri þar sem húmor, fjöri, tón- list, dansi, rómantík og hæfilegri spennu er blandað saman á afar skemmtilegan hátt svo úr verður hin besta skemmtun fyrir börn og fullorðna á öllum aldri. Kóalabjarnarstrákurinn Billi Blikk heldur ásamt bestu vinum sínum í sannkallaða hættuför inn í auðnir Ástralíu í leit að föður sínum sem hvarf sporlaust í könn- unarleiðangri og allir nema Billi telja að sé dáinn. Á leiðinni kynnast þau mörg- um skrítnum og skemmtilegum dýrum sem eiga eftir að hafa áhrif á leitina. Teiknimynd 5 Teiknimynd Passengers Collateral Beauty xXx: Return of Xander Cage Risageimferja er að flytja þúsundir af fólki til plánetu í fjarlægu sólkerfi þegar bilun í svefnbúnaði veldur því að einn af farþegunum, James Preston, vaknar af dásvefninum sem hann átti að vera í, níutíu árum á undan áætlun. Og hvað gera bændur þá? Chris Pratt og Jennifer Lawrence í aðalhlutverkum. Howard Inlet er mikilsvirtur fyrirtækja- eigandi í New York sem segja má að missi trúna á lífið þegar dóttir hans deyr. Í framhaldinu byrjar hann að skrifa ást- inni, tímanum og dauðanum bréf með áleitnum spurningum og póstleggur þau. Hvernig gat hann vitað að þau myndu öll svara honum í eigin persónu? Xander Cage, sem allir héldu að væri dauður, snýr aftur úr sjálfskipaðri útlegð í flottara formi en nokkru sinni til að takast á við hinn hættulega Xiang, en hann hefur náð á sitt vald hátæknivopni sem gæti hæglega gert út af við allt mannkyn. Vin Diesel leiðir hópinn í þessari hröðu spennu- og hasarmynd. Vísindaskáldsaga 7 Drama / ráðgáta 8 Spenna / hasar Collide T2 Trainspotting Vaiana Það eru úrvalsleikararnir Nicholas Hoult og Felicity Jones sem fara með aðalhlut- verkin í þessari hröðu hasar- og spennu- mynd ásamt Anthony Hopkins og Ben Kingsley. Hún segir frá ungum manni sem í neyð ákveður að taka traustataki peningatösku sem tilheyrir glæpaklíku, en það á eftir að reynast mikið hættuspil. Tuttugu ár eru liðin síðan Mark Renton kom á heimaslóðirnar og hitti þá Sick Boy, Begbie og Spud. Í ljós kemur að þótt margt í lífi þeirra hafi breyst er annað sem situr enn í sama farinu og um leið og þeir endurnýja kynnin skjóta ýmis kostuleg og misflókin fortíðarmál upp kollinum – flest óuppgerð ... Vaiana er sextán ára gömul dóttir ætt- bálkshöfðingjans á eyjunni Motunui sem er valin af hafinu sjálfu til að leggja upp í sannkallaða ævintýraferð ásamt hálfguðinum Maui í leit að dularfullri eyju. Myndin er fyndin og viðburðarík auk þess að innihalda grípandi lög sem lifa lengi í minningu áhorfenda. Spenna / hasar 10 Gamandrama 11 Teiknimynd Storkar Monster Trucks Surf’s Up 2: Wave Mania Eins og allir vita eru storkar hættir að koma með börnin og sendast nú með alls konar vörur þess í stað. Dag einn ýtir hins vegar storkurinn Júníor á rangan takka og framleiðir óvart litla stúlku sem hann verður nú að koma til einhverra foreldra! Stórskemmtileg og bráðfyndin teikni- mynd fyrir alla fjölskylduna. Tripp er ungur bílaáhugamaður sem um nokkurt skeið hefur látið sig dreyma um að komast út í heim að freista gæfunnar. Þegar slys verður í olíuborholu í grennd við bæinn skýtur ókennilegu skrímsli upp á yfirborðið sem reynist síðan einmitt vera mikið áhugaskrímsli um kraftmikl a bíla. Fjörug og fyndin mynd! Surf’s Up 2: Wave Mania er framhald myndarinnar Surf’s Up sem náði miklum vinsældum árið 2007 og kynnti til sög- unnar brimbrettamörgæsina knáu, Cody Maverick, sem kom, sá og sigraði óvænt í einni erfiðustu brimbrettakeppni ver- aldar. Hér er Cody mættur aftur á svæðið og hvað gerir hann í þetta sinn? Teiknimynd 13 Gaman / ævintýri 14 Teiknimynd La La Land A Dog’s Purpose Zootropolis Óskarsverðlaunamyndin La La Land er um þau Miu og Sebastian sem eru bæði komin til Los Angeles til að láta drauma sína rætast, hún sem leikkona og hann sem píanóleikari. Þau hittast fyrir tilviljun þegar þau eru bæði í ströggli en fljótlega byrjar samband þeirra að þróast upp í einlægan vinskap og ást sem breytir öllu. Stórskemmtileg saga af hundi sem fæðist aftur og aftur í nýjum hundalík- ama. Til að byrja með þykir honum þetta mjög skrítið en áttar sig síðan á því að hvert líf sem hann lifir er gætt ákveðnum tilgangi sem hann þarf að læra að upp- fylla. Fyndin og skemmtileg mynd eftir Lasse Hallström með óvæntri fléttu. Nýjasta teiknimyndin frá Disney gerist í borginni Zootropolis þar sem allir íbúarnir eru dýr af öllum stærðum og gerðum nema mennskum. Aðalpers- ónurnar eru tvær, annars vegar löggu- kanínan Judy og hins vegar svali rebb- inn Nick sem lenda saman í kostulegri baráttu við alls konar glæpadýr. 16 Gamandrama 17 Ævintýri Teiknimynd Gold Doctor Strange The Space Between Us Sagan af Kenny Wells, misheppnuðum viðskiptamanni sem í leit að fljótfengnum auði fór ásamt jarðfræðingnum Michael Acosta til Indónesíu í gullleit. Eftir mikla erfiðleika og mótvind fundu þeir samt að lokum gullæð sem var á þeim tíma talin einn mesti gullfundur aldarinnar. En þá er sagan svo sannarlega ekki öll sögð ... Hér er á ferðinni fyrsta leikna bíómyndin um taugaskurðlækninn dr. Stephen Vincent Strange, en hann er betur þekktur sem Doctor Strange og kom fyrst fram á sjónarsviðið í Marvel-teikni- myndasögunum árið 1963. Sagan er hér sögð frá upphafi og það er Benedict Cumberbatch sem leikur kappann. Hinn sextán ára gamli Gardner Elliot er fyrsta manneskjan sem fæðist á annarri plánetu en Jörðinni en móðir hans vissi ekki að hún væri ólétt af honum fyrr en hún var lögð af stað til Mars. Og nú vill Gardner koma til Jarðar. Skemmtilegt, ævintýri með Asa Butterfield, Britt Rob- ertson og Gary Oldman í aðalhlutverkum. Sannsögulegt Myndir mánaðarins 19 Ævintýri 20 Ævintýri