Myndir mánaðarins Júlí 2017 tbl. 282 DVD-VOD-hluti | Page 20

Things to Come – Tashi Things to Come Sneið af tilverunni Þegar Nathalie er sagt upp vinnunni sem hún elskar, móðir hennar deyr og eiginmaðurinn flytur inn til annarrar konu ákveður hún að láta ekki bugast. Það er best að segja það strax að Things To Come, sem heitir L’avenir á frummálinu, er örugglega ekki fyrir þá sem vilja hasar og læti, geimverur, byssur eða spreng- ingar þegar kvikmyndir eru annars vegar. Þetta er hins vegar frábær mynd fyrir þá sem kunna að meta raunsannar og raunverulegar sögur úr lífinu og tilverunni, en leikstjóri hennar og handritshöfundur, Mia Hansen-Løve, byggir hana á reynslu móður sinnar. Óhætt er að lofa að Isabella Huppert sýni hér enn einu sinni hvers konar yfirburðaleikkona hún er í hlutverki Natalie sem áttar sig skyndilega á því að framtíðarhugmyndir hennar eru ekki að ganga upp eins og þeim var ætlað ... Punktar ............................................................................................ HHHHH - Indiewire HHHHH - Variety HHHHH - Los Angeles Times HHHHH - Boston Globe HHHHH - Time HHHH 1/2 - New York Times HHHH 1/2 - Screen HHHH 1/2 - R. Stone HHHH 1/2 - RogerEbert.com Things To Come hlaut Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrir leikstjórnina og var tilnefnd til Gullbjarnarins sem besta myndin. Þess utan hefur myndin hlotið fjöl- mörg önnur verðlaun fyrir bæði leikinn, leikstjórnina og handritið. l 100 VOD mín Aðalhlutv.: Isabelle Huppert, André Marcon og Roman Kolinka Leikstjórn: Mia Hansen-Løve Útg.: Myndform Drama 23. júlí Allir 28 gagnrýnendurnir á Metacritic gefa myndinni mjög góða dóma en meðaleinkunn hennar þar er 8,8. l Sú sem persóna Natalie er byggð á heitir í raun Laurence Hansen-Løve. l Isabelle Huppert er frábær í aðalhlutverkinu og kisan Pandora stendur líka fyrir sínu. Tashi Í ævintýraheimum getur allt gerst Ástralskir teiknimyndaþættir um hinn hugrakka Tashi sem býr í sannköll- uðu ævintýralandi þar sem furðuverur eru á hverju strái og allt getur gerst. Teiknimyndaþættirnir um Tashi og frænda hans, hinn hug- myndaríka Jack sem heimsækir Tashi oft og tíðum, hafa notið mikilla vinsælda á sjónvarpsstöðvum enda litríkir og viðburða- ríkir svo af ber auk þess sem húmorinn er í hávegum hafður. Þættirnir eru um tólf mínútur að lengd hver og segja frá þeim ótrúlegu ævintýrum sem þeir frændur lenda í, en í þeim þurfa þeir oft að leysa vandasamar þrautir til að sleppa heilir á húfi frá furðulegustu aðstæðum og enn furðulegri verum ... Punktar ........................................................................................... Þessi útgáfa inniheldur þætti 25 til 31 en fyrstu 24 þættirnir komu út í janúar, mars og maí og ættu allir að vera enn fáanlegir á VOD-leigunum. l VOD 87 mín Teiknimynd með íslensku tali um Tashi og frænda hans Jack Útgefandi: Myndform Barnaefni 20 Myndir mánaðarins 28. júlí Þeir Tashi og Jack vita aldrei fyrirfram í hverju þeir lenda þann daginn!