Myndir mánaðarins Júlí 2017 tbl. 282 DVD-VOD-hluti | Page 19

Turbo Kid Framtíðin er falin í gærdeginum
Heiða Saga um hugljúfa stúlku sem bætir allt og alla
Turbo Kid – Heiða
VOD
93 mín
Aðalhl .: Munro Chambers , Laurence Leboeuf , Michael Ironside Leikstjórn : Sjá punkta Útgefandi : Myndform
Ævintýri
21 . júlí
Turbo Kid Framtíðin er falin í gærdeginum
Eftir alheimsstríð með tilheyrandi eyðingu ákveður ungur maður að bregða sér í gervi uppáhaldsteiknimyndaofurhetjunnar sinnar og láta til sín taka .
Það er ekki hlaupið að því að lýsa Turbo Kid í stuttu máli en þeir sem telja sig kunna að meta fjörugar fantasíur með súrrealískum splatter-atriðum og miklum húmor ættu tvímælalaust að kíkja á hana . Einn gagnrýnandinn orðaði það svo að myndin væri eins og „ Mad Max á BMX “ á meðan annar sagði hana hinna fullkomnu miðnæturmynd , en kannski er sannferðugasta lýsingin fólgin í því að segja að Turbo Kid sé það fyrir ævintýra- og ofurhetjumyndir sem The Rocky Horror Picture Show var fyrir dans- og söngvamyndir . Þetta er mynd sem margir munu hafa gaman af .
Punktar ............................................................................................ HHHH - CineVue HHH1 / 2 - The Hollywood Reporter HHH - Variety l Turbo Kid hefur hlotið fjölda verðlauna á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum þar sem fantasíur og hrollvekjur eru í hávegum hafðar og var t . d . valin besta myndin á Fantasíuhátíðinni í Andorra , Fancinehátíðinni á Spáni , Fantasia-hátíðinni í Kanada , Fantaspoa-hátíðinni í Brasilíu , Fantasíuhátíðinni í San Sebastián á Spáni og svo mætti lengi telja .
l Handritshöfundar Turbo Kid og leikstjórar eru þrír , þ . e . þau François Simard , Anouk Whissell og Yoann- Karl Whissell , en þau eru nú byrjuð að gera framhaldsmynd sem líklegt er að verði frumsýnd haustið 2018 .
Munro Chambers leikur strákinn sem ákveður að gerast ofurhetjan Turbo Kid .
Heiða Saga um hugljúfa stúlku sem bætir allt og alla
Nýir teiknimyndaþættir , byggðir á hinni sígildu bók um Heiðu eftir svissneska rithöfundinn Johönnu Spyri , en hún kom upphaflega út árið 1881 .
Bók Johönnu Spyri um Heiðu er þjóðargersemi í Sviss enda eitt þekktasta bókmenntaverk Svisslendinga fyrr og síðar . Sagan er eins og flestir vita um hina sex ára gömlu og munaðarlausu Heiðu sem flytur upp í Alpana til afa síns , en hann er sérvitur einsetumaður , hvumpinn og önugur við flesta sem hann hittir . En koma Heiðu á fljótlega eftir að gjörbreyta viðhorfum hans til lífsins enda getur enginn verið í vondu skapi lengi sem hefur þessa lífsglöðu , skemmtilegu og snjöllu stúlku sér við hlið .
Punktar ........................................................................................... l Þessi útgáfa inniheldur þætti 13 til 16 en fyrstu fjórir þættirnir komu út í janúar , þættir 5 til 8 í mars og þættir 9 til 12 í maí . Þeir eru allir fáanlegir á VOD-leigunum .
VOD
Teiknimyndir með íslensku tali um hina góðhjörtuðu og síglöðu Heiðu Útgefandi : Myndform
87 mín
21 . júlí
Teiknimyndir Þessir nýju teiknimyndaþættir um Heiðu þykja alveg einstaklega vel gerðir .
Myndir mánaðarins 19