Myndir mánaðarins Júlí 2017 tbl. 282 DVD-VOD-hluti | Page 16

Denial – Stór og Smár Denial Sagan á bak við dóminn Þegar sagnfræðingurinn Deborah Lipstadt sagði helfararafneitarann David Irving beita lygum og fölsunum ákvað hann að stefna henni fyrir meiðyrði. David Irving er einn þekktasti helfararafneitari heims, en hann heldur því m.a. fram að enginn hafi nokkurn tíma verið tekinn af lífi í gasklefum útrýmingarbúða nas- ista í síðari heimsstyrjöldinni og að helförin sé í raun alger uppspuni frá rótum. Þegar sagnfræðingurinn Deborah Lipstadt, sem jafnframt er sérfræðingur í sögu gyðinga, hélt því fram í bók sem hún skrifaði og á fyrirlestrum að David Irving væri lygari og falsari ákvað hann í september 1996 að stefna bæði henni og útgefanda hennar fyrir rógburð og meiðyrði. Þessi mynd er um þau stórmerkilegu réttarhöld. Punktar ............................................................................................ HHHHH - N.Y. Observer HHHH- H. Reporter HHH 1/2 - ReelViews HHH 1/2 - Indiewire HHH 1/2 - Los Angeles Times HHH 1/2 - Screen Handrit myndarinnar, sem er byggt á bók Deboruh Lipstadt, History on Trial: My Day in Court with a Holocaust Denier, er eftir David Hare sem hefur tvisvar verið tilnefndur til Golden Globe- og Óskarsverðlauna, þ.e. fyrir handrit sín að myndunum The Reader og The Hours. l Denial var tilnefnd til bresku BAFTA- verðlaunanna í ár sem besta myndin. l 110 VOD mín 13. júlí Sannsögulegt Myndin þykir afburðavel leikin en að öllum öðrum ólöstuðum hefur Timothy Spall fengið sérstaklega mikið lof fyrir frábæra túlkun sína á David Irving. l Aðalhlutv.: Rachel Weisz, Tom Wilkinson og Timothy Spall Leikstjórn: Mick Jackson Útgefandi: Sena Rachel Weisz leikur sagnfræðinginn Deboruh Lipstadt sem þurfti að verjast málsókn Davids Irving í réttarsalnum. Stór og Smár Átta nýir þættir um bestu vinina tvo Breskir þættir með íslensku tali um þá félaga Stóran og Smáan sem bralla ýmislegt skemmtilegt saman alla daga og lenda í fjölbreyttum ævintýrum. Þættirnir um Stóran og Smáan höfða til barna á leikskólaaldri og hafa náð miklum vinsældum víða um heim. Í þáttunum taka þeir félagar alltaf upp á einhverju nýju og þótt þeir séu samhentir þá eru þeir ekki alltaf sammála um leiðirnar. Alltaf skal þó allt fara vel og alltaf skulu þeir ná saman í lokin, enda báðir samningsfúsir. Á þessari VOD-útgáfu er að finna þætti 49 til 56 um þá félaga sem eru hver öðrum frumlegri. Þess má geta að þættirnir hlutu BAFTA-verðlaunin árið 2009. VOD 85 mín Brúðumyndir með íslensku tali um félagana Stóran og Smáan og uppátæki þeirra Útgefandi: Myndform Barnaefni 16 Myndir mánaðarins 14. júlí