Myndir mánaðarins Júlí 2017 tbl. 282 DVD-VOD-hluti | Page 12

Boomerang – Alvinnn!!! og íkornarnir Boomerang Hvað gerðist 29. ágúst 1984? Þegar systkinin Antoine og Agathe fá vísbendingar um að dauði móður þeirra 30 árum fyrr hafi ekki verið slys ákveða þau að rannsaka málið nánar. Hér er á ferðinni hörkugóð og spennandi sakamálasaga með óvæntri atburðarás og endi sem kemur á óvart. Við kynnumst hér hinum fertuga og fráskilda Antoine Rey sem var tíu ára þegar móðir hans fannst látin á sumarleyfisstað við vestur- strönd Frakklands. Dánarorsökin var drukknun og var dauði hennar úrskurðaður slys. Laurent hefur hins vegar alltaf haft á tilfinningunni að „slysið“ hafi alls ekki verið rannsakað til hlítar og þegar hann og systir hans fara nú saman á staðinn þar sem líkið fannst uppgötva þau vísbendingar sem galopna málið upp á nýtt .... Punktar ............................................................................................ Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Tatiönu De Rosnay en hún er einn mest lesni rithöfundur Frakka um þessar mundir. Við vitum ekki til að bókin hafi verið þýdd á íslensku en á ensku nefnist hún A Secret Kept. l 101 VOD mín Aðalhlutv.: Laurent Lafitte, Mélanie Laurent og Audrey Dana Leikstjórn: Peter Malota Útgefandi: Myndform 7. júlí Ráðgáta Systkinin Antoine og Agathe eru leikin af Laurent Laffitte og Melanie Laurent. Alvinnn!!! og íkornarnir Ný teiknimyndasyrpa - fimmti hluti með sjö þáttum Stórskemmtileg ný teiknimyndasyrpa um ævintýri sex fjörugra íkornabarna sem eru stöðugt að lenda í alls konar ævintýrum og óvæntum uppákomum, uppeldisföður þeirra oftar en ekki til mikillar mæðu. Þessir þættir komu fyrst út í mars 2015 og slógu þegar í gegn á bandarísku og frönsku Nickelodeon-sjónvarpsstöðvunum. Í framhaldinu hafa þeir verið sýndir víða og alls staðar verið vel tekið. Hér segir frá hinum ókvænta Davíð sem tekið hefur að sér að ala upp sex íkornakrakka, þrjá stráka og þrjár stelpur. Það gengur því að sjálfsögðu mikið á á heimilinu því íkornakrakkarnir eru hugmyndaríkir með eindæmum og óhræddir við að feta nýjar slóðir í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. En stundum þrýtur Davíð þolinmæðina og þegar það gerist kallar hann yfir sig: „ALVINNN!!!“ VOD 88 mín Teiknimynd með íslensku tali um sex íkornakrakka og ævintýri þeirra Útgefandi: Myndform Barnaefni 12 Myndir mánaðarins 7. júlí