Myndir mánaðarins Janúar 2018 tbl. 288 Bíó | Page 40

Frönsk kvikmyndahátíð Franska kvikmyndahátíðin er haldin árlega og er fyrsti stóri menningarvið- burður ársins. Hún hefst í Háskólabíói 26. janúar næstkomandi og stendur til 4. febrúar, en það er sendiráð Frakklands á Íslandi, Alliance Française í Reykjavík og Háskólabíó sem skipuleggja hátíðina í samvinnu við Institut Français og sendiráð Kanada á Íslandi. Hér kynnum við þær ellefu myndir sem sýndar verða á hátíðinni en fimm þeirra verða einnig sýndar í Borgarbíói á Akureyri. Svona er lífið Le sens de la fête Opnunarmynd Frönsku kvikmyndahátíðarinnar að þessu sinni er frábær gamanmynd, Le sens de la fête, sem einnig hefur verið nefnd C’est la vie! og fékk íslenska heitið Svona er lífið. Myndin er eftir þá félaga Olivier Nakache og Eric Toledano sem slógu hressilega í gegn árið 2012 með hinni einstöku mynd sinni Intouchables þar sem þeir François Cluzet og Omar Sy fóru á kostum sem hinn lamaði Philippe og aðstoðarmaður hans, Driss. Svona er lífið gefur Intouchables ekkert eftir í þeim húmor og skemmtilegheitum sem Frökkum er einum lagið að galdra fram en hún segir í stuttu máli frá Max Angély sem hefur langa reynslu að baki við skipulagningu alls konar gleðskapar. Í þetta sinn hefur hann tekið að sér að sjá um veisluna í brúðkaupi Pierres og Hélénu en hana á að halda á 18. aldar óðalssetri og skal ekkert til sparað til að gera hana sem glæsilegasta og skemmtilegasta fyrir gestina. Við fylgjumst síðan með Max og starfsfólki hans undirbúa veisluna og að sjálfsögðu fer ýmislegt úrskeiðis, Max og hans fólki til mikillar mæðu á meðan áhorfendur hlæja sig máttlausa. „Sígild uppfærsla á gamanleik sem jafnast á við það besta sem hefur verið gert.“ - Screen Daily „Það gengur svo mikið á í myndinni að þeim Nakache og Toledano tekst sem fyrr að lauma inn bröndurum á þann hátt að áhorfendur uppgötva og upplifa þá frekar en að sjá þá – sem gerir heildaráhrifin enn sterkari og fyndnari fyrir áhorfendur.“ HHHH - Eye for film „Unaðslega góður og fyndinn farsi frá Toledano og Nakache.“ - The Hollywood Reporter Aðalhlutverk: Jean-Pierre Bacri, Jean-Paul Rouve, Gilles Lellouche, Suzanne Clément, Hélène Vincent og Judith Chemla Leikstjórn og handrit: Olivier Nakache og Eric Toledano Gamanmynd - 117 mínútur - Íslenskur texti - Leyfð Happy End Happy End „Veröldin er allt í kring og við í miðjunni, og sjáum ekkert.“ Skyndimynd af fjölskyldu evrópskra góðborgara, nokkrum kynslóðum, með ýmiss konar persónuleika- raskanir en umhverfis hana iðar samfélagið í Calais og ekki síst erlendu flóttamennirnir og vandamálin tengd auknu streymi þeirra til Evrópu. „Kaldhæðið verk sem hittir beint í mark.“ HHHH - Les Fiches du Cinéma „Jökulkalt borgaralegt drama, með meistaralegum leik Jean-Louis Trintignants.“ HHH - Femme actuelle „Ekta Haneke, með leikgleði sína, snilli og kuldaglott.“ HHHHH - Bande à part Aðalhlutverk: Isabelle Huppert, Jean-Louis Trintignant og Mathieu Kassovitz Leikstjórn og handrit: Michael Haneke Drama - 108 mínútur - Íslenskur texti - 9 ára Viktoría Victoria Viktoría Spick er lögfræðingur í sakamálum og er í tilfinningalegu tómi. Henni er boðið í brúðkaup og hittir þar vin sinn, Vincent, og Sam, fyrrum dópsala sem hún losaði úr klípu. Næsta dag sakar kærasta Vincents hann um morðtilræði við sig. Eina vitnið er hundurinn hennar ... „Magnað sambland af tveimur meisturum bandarísku gamanmyndanna, James L. Brooks og Blake Edwards.“ HHHHH - Les Inrockuptibles „Þetta er meistaralega geggjuð gamanmynd.“ HHHHH - Elle „Sexí, hversdagsleg, dásamleg ... ofurhetja á okkar tímum.“ HHHHH - Télérama Aðalhlutverk: Virginie Efira, Vincent Lacoste og Melvil Poupaud Leikstjórn og handrit: Justine Triet Gamanmynd - 96 mínútur - Enskur texti - Leyfð Kvikmyndaverðlaun í minningu Sólveigar Anspach