Myndir mánaðarins Janúar 2018 tbl. 288 Bíó | Page 38

Den of Thieves Snjallir á móti snjöllum Eftir að hópur eitursnjallra og óttalausra bankaræningja fremur nokkur djörf rán í Los Angeles er sérsveitarmaðurinn Nick Flanagan kallaður til leiks ásamt mönnum sínum en Nick hefur sérhæft sig í að uppræta slík glæpa- og ránsgengi. Í þetta sinn gæti hann hins vegar verið að mæta ofjörlum sínum. Kvikmyndin Den of Thieves er fyrsta mynd Christians Gudegast sem leikstjóra en hann skrifaði m.a. handrit myndanna A Man Apart og London Has Fallen og skrifar líka bæði söguna og handritið að Den of Thieves. Myndin hefur hvergi verið sýnd þegar þetta er skrifað en það er nokkuð ljóst að hér er um hörkuhasar að ræða sem gæti komið aðdáendum slíkra mynda á óvart, en hún er einnig sögð innihalda afar góðar og óvæntar fléttur í bland við hasarinn. Eftir að Nick og hans menn blanda sér í málin skipuleggja ræningj- arnir innbrot í alríkisbankann í Los Angeles þar sem milljarðar dollara eru geymdir í beinhörðum peningum, en inn í hirslur hans á ekki að vera nokkur leið að brjótast. En þetta eru engir venjulegir bankaræningjar og spurningin er hvort Nick takist að sjá við þeim ... Den of Thieves Spenna / Hasar Aðalhlutverk: Gerard Butler, Jordan Bridges, Pablo Schreiber, O’Shea Jackson Jr., 50 Cent, Evan Jones, Eric Braeden, Brian Van Holt, Maurice Compte og Cooper Andrews Leikstjórn: Christian Gudegast Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóið Keflavík Frumsýnd 26. janúar Gerard Butler leikur glæpagengjasérfræðinginn Nick Flanagan sem áttar sig fljótlega á því að hann á í þetta sinn í höggi við snjöllustu bankaræningja landsins. En Nick er heldur enginn aukvisi sjálfur. Punktar .................................................... Þótt sögusvið myndarinnar sé Los Angeles var hún að öllu leyti tekin upp í borginni Atlanta í Georgíuríki. l Sá sem leikur Ziggy Zerhusen í myndinni, Eric Braeden, er faðir leikstjórans og handritshöfundarins Christians Gudegast. l Fjórir af bankaræningjunum eru leiknir af þeim Pablo Schreiber, 50 Cent, Evan Jones og O’Shea Jackson Jr. Veistu svarið? O’Shea Jackson Jr. lék í sinni fyrstu mynd, Straight Outta Compton, árið 2014 og þótti standa sig með afbrigðum vel en í myndinni lék hann föður sinn sem er frægur tónlistarmaður og rappari og allir þekkja. Hvert er gælunafn hans, þ.e. föðurins? Ice Cube. 38 Myndir mánaðarins