Myndir mánaðarins Janúar 2018 tbl. 288 Bíó | Page 30

Three Billboards Outside Ebbing, Missouri Sorg, morð og þrjú skilti Sjö mánuðum eftir að dóttir hennar var myrt þrýtur Mildred Hayes þolinmæðina og grípur til sinna ráða til að fá lögreglu- stjórann Bill Willoughby og menn hans í smábænum Ebbing í Missouri til að rannsaka málið og finna morðingjann. Tekst það eða býr eitthvað meira að baki afskiptaleysi Willoughbys? Three Billboards Outside Ebbing, Missouri er nú þegar umtöluð sem ein af tíu bestu myndum ársins á enskri tungu en hún er eftir írska leikstjórann Martin McDonagh sem á að baki tvær frábærar bíó- myndir, In Bruges sem hann sendi frá sér árið 2008 og Seven Psycho- paths sem var frumsýnd 2012. Three Billboards Outside Ebbing, Miss- ouri er að grunni til morðgáta og glæpasaga en um leið kolsvört kómedía rétt eins og fyrri myndir Martins, en hann skrifar einnig handritið sem er mjög líklegt til að hljóta tilnefningu til Óskarsverð- launa, svo og hann sjálfur fyrir leikstjórnina. Þess utan þykir myndin stórkostlega vel leikin, ekki síst af Frances McDormand sem hér túlk- ar af öryggi eina eftirminnilegustu bíómyndapersónu ársins 2017. Three Billboards Outside Ebbing, Missouri Frances McDormand leikur aðalpersónuna Mildred sem grípur til óvenjulegra ráða þegar sjö mánuðir eru liðnir frá því að dóttir hennar var myrt og lögreglunni hefur lítið sem ekkert miðað í rannsókninni. Svört kómedía / Glæpasaga 115 mín Aðalhlutverk: Frances McDormand, Woody Harrelson, Sam Rockwell, Abbie Cornish, John Hawkes, Peter Dinklage og Lucas Hedges Leikstjórn: Martin McDonagh Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó, Skjaldborgarbíó, Ísafjarðarbíó, Króksbíó, Bíóhöllin Akranesi og Eyjabíó Frumsýnd 19. janúar Punktar .................................................... Þótt Three Billboards Outside Ebbing, Missouri fari ekki í almenna dreifingu fyrr en í janúar hefur hún víða verið sýnd á kvikmynda- hátíðum og hlotið frábæra dóma og fjölda verðlauna. Hún er núna tilnefnd til sex Golden Globe-verðlauna (sem verða afhent 7. janúar) og á örugglega eftir að hljóta nokkrar tilnefningar til Óskarsverð- launanna. Þegar þetta er skrifað er myndin með 8,5 í einkunn á Imdb, 8,7 á Metacritic og 9,3 á RottenTomatoes. Þetta er sannarlega mynd sem enginn sannur kvikmyndaaðdáandi má missa af í bíó. l Bærinn þar sem sagan í myndinni gerist og er kallaður Ebbing er í raun smábærinn Sylva í Norður-Karólínuríki. Margir af bakgrunns- leikurunum sem bregður fyrir í myndinni eru í raun íbúar Sylva. l Lögreglustjóranum í Ebbing (Woody Harrelson), er ekki skemmt yfir athyglinni sem Mildred vekur með aðgerðum sínum til að þrýsta á hann og menn hans. Eða býr kannski eitthvað annað að baki? Veistu svarið? Það er alveg ljóst að Frances McDormand mun þann 23. janúar hljóta tilnefningu til Óskarsverð- launa fyrir hlutverk sitt í myndinni og verður það hennar fimmta tilnefning. En fyrir leik í hvaða mynd hlaut hún Óskarinn fyrir tæpum tuttugu árum? Þau Sam Rockwell og Frances McDormand eru bæði tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn í þessari frábæru mynd. Fargo. 30 Myndir mánaðarins