Myndir mánaðarins Janúar 2018 tbl. 288 Bíó | Page 24

The Commuter Hvers konar manneskja ertu? Michael er tryggingasölumaður sem um tíu ára skeið hefur ferðast með sömu lestinni fram og til baka úr vinnu. Dag einn sest hjá honum ókunnug kona sem býður honum 75 þúsund dollara greiðslu fyrir að leysa dularfullt verkefni sem tengist einum farþega lestarinnar ... áður en hún kemur á endastöð. Þannig hefst sagan í þessari nýjustu mynd leikstjórans Jaumes Collet-Serra sem eins og kvikmyndaáhugafólk veit á að baki nokkrar af þekktustu spennu- og hasarmyndum síðari ára eins og t.d. Orph- an, Unknown, Non-Stop, Run All Night og The Shallows. Það liggur nokkuð ljóst fyrir að The Commuter er toppafþreying og ekta popp- kornsmynd þar sem framvindan er hröð og atburðarásin bæði spennuþrungin og dularfull enda vita áhorfendur ekki frekar en Michael út á hvað „verkefnið“ sem hann á að leysa gengur í fyrstu. En um leið og hann þiggur peningana kemur í ljós að þar með er hann ekki bara orðinn skuldbundinn til að leysa verkið af hendi heldur hefur hann um leið lagt líf sitt og fjölskyldu sinnar að veði ... The Commuter Liam Neeson í hlutverki tryggingasölumannsins Michaels McCauley sem lætur freistast af 75 þúsund dollara greiðslu og tekur að sér verk- efni sem hann hefur þó enga hugmynd um hvernig hann á að leysa. Spenna / Hasar / Ráðgáta 104 mín Aðalhlutverk: Liam Neeson, Vera Farmiga, Sam Neill, Patrick Wilson, Jonathan Banks, Elizabeth McGovern, Shazad Latif og Roland Møller Leikstjórn: Jaume Collet-Serra Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri og Sambíóið Keflavík Frumsýnd 12. janúar Punktar .................................................... Segja má að það séu vinir og kunningjar sem leggja til krafta sína við gerð The Commuter því fyrir utan Liam Neeson, sem leikur hér í fjórða sinn aðalhlutverk í mynd eftir Jaume Collet-Serra, og Veru Farmigu, sem lék aðalhlutverkið í mynd hans Orphan, þekkjast þau Vera og Patrick Wilson auðvitað vel eftir að hafa leikið Warren- hjónin í Conjuring-myndunum og þeir Liam Neeson og Patrick Wilson léku saman í The A-Team. Liam og Elizabeth McGovern, sem leikur eiginkonu hans í The Commuter, léku svo saman í Clash of the Titans. Við þetta má bæta að flestir sem sinna tæknilegri vinnslu myndarinnar hafa oft unnið með Jaume Collet-Serra áður og má því ætla að ríkt hafi hálfgerð fjölskyldustemning við gerð hennar. l Allt byrjar þetta þegar ókunnug kona, sem segist heita Joanna, sest hjá Michael í lestinni og býður honum að leysa dularfullt verk- efni gegn 75 þúsund dollara greiðslu í beinhörðum peningum. Veistu svarið? Vera Farmiga, sem fagnar þrjátíu ára leikferli sínum um þessar mundir, fæddist í Bandaríkjunum og er bandarískur ríkisborgari. Foreldrar hennar eru hins vegar af allt öðru þjóðerni og ólst Vera því upp við annað móðurmál en ensku. Hvert er það? Þeir Liam Neeson og leikstjórinn Jaume Collet-Serra ættu að vera farnir að þekkjast vel eftir að hafa gert saman fjórar myndir, þ.e. Unknown (2011), Non-Stop (2014), Run All Night (2015) og núna The Commuter. Úkraínska. 24 Myndir mánaðarins