Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 Bíóhluti | Page 6

Bíófréttir - Væntanlegt

Tölvurnar hjá NASA

Þetta eru leikkonurnar Octavia Spencer , Taraji P . Henson og Janelle Monáe , en þær leika aðalhlutverkin ásamt Kevin Costner í myndinni Hidden Figures sem gerist á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar þegar NASA , geimferðastofnun Bandaríkjanna , var að hanna og smíða þann tæknibúnað sem þurfti til að koma fyrsta mannaða geimfari Bandaríkjanna á sporbaug um Jörðu . Það tókst síðan í febrúar 1962 þegar John Glenn var sendur út í geim með geimfarinu Friendship 7 og þar með hófst seinni hluti áætlunarinnar , þ . e . að ná honum lifandi til Jarðar á ný !
Það fylgdist allur heimurinn með þessari áhættusömu tilraun og John Glenn varð heimsfrægur fyrir vikið . Færri vissu hins vegar að á bak við velgengni geimferðarinnar stóðu konur eins og þær Dorothy Vaughan , Mary Jackson og Katherine G . Johnson sem þær Octavia , Taraji og Janelle leika í myndinni , en þær voru stærðfræðingar með starfsheitið „ computer “ og sáu um hina viðamiklu útreikninga sem þurfti að gera til að allt gæti gengið upp .
Myndin , sem er byggð á samnefndri bók eftir Margot Lee Shetterly og er tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna , þ . á m . sem besta mynd ársins , verður frumsýnd í mars og við kynnum hana því nánar í næsta blaði .
Scarlett Johansson leikur tölvulögreglukonuna „ The Major “ sem hér hefur greinilega gert einhvern hakkarann óvígan .

Áður en rósin deyr

Disney-teiknimyndin Fríða og dýrið sem var frumsýnd árið 1991 er tvímælalaust á meðal bestu teiknimynda sögunnar enda naut hún gríðalegra vinsælda og gerir enn , bæði hjá upphaflegum aðdáendum svo og þeim kynslóðum sem síðan þá hafa vaxið úr grasi .
Þann 17 . mars verður ný mynd um þetta þekkta ævintýri frumsýnd en hún er byggð á teiknimyndinni
Teiknimyndin var frumsýnd árið 1991
frá 1991 og er um leið fimmta myndin frá Disney sem er gerð eftir eldri teiknimyndum fyrirtækisins þar sem blandað er saman leik og tölvuteikningum . Þær sem þegar hafa verið gerðar eru Lísa í Undralandi , Maleficent , Öskubuska og Skógarlíf .
Eins og flestir vita segir ævintýrið frá prinsi í álögum sem verður ekki aflétt nema einhver stúlka verði ástfangin af honum áður en rós sem geymd er í höll hans deyr . Vandamálið er að prinsinn er ekki sá fríðasti sem sést hefur en fram hjá því þarf stúlkan að geta litið og til þess þarf hún að hafa hjarta úr gulli .
Það er Dan Stevens sem leikur dýrið , eða Adam eins og hann heitir í raun , og Emma Watson sem leikur Fríðu .

Mannlegur vélbúnaður

Hasar- , ævintýra- , vísindaskáldsagna- og ofurmennaaðdáendur í hópi kvikmyndaáhugafólks eru áreiðanlega margir hverjir farnir að láta sig hlakka til myndarinnar Ghost in a Shell en hún er byggð á samnefndum manga-bókum Japanans Masamune Shirow sem komu fyrst út árið 1989 og hafa allar götur síðan notið mikilla vinsælda auk þess að geta af sér teiknimyndir og samnefndan tölvuleik sem fékk mjög góða dóma á sínum tíma .
Sagan , sem segja má að gerist í annarri vídd en þeirri sem við þekkjum dags daglega , hefst árið 2029 ( eða gerði það upphaflega – við vitum ekki hversu vel myndin fylgir upprunalegu bókinni ) og segir frá hálfvélmenninu Motoko Kusanagi sem kallar sig einfaldlega „ The Major “. Hún berst gegn mannlegum tölvuhökkurum sem vilja eyða hinum öfluga stafræna heimi fyrir fullt og allt og nota til þess öll brögð .
Fyrsta stiklan úr myndinni var frumsýnd fyrir skömmu og lofar vægast sagt góðu en myndin sjálf er væntanleg í mars og verða henni því gerð veigameiri skil í næsta blaði .
6 Myndir mánaðarins