Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 Bíóhluti | Page 31

Collide
Collide
Allt fyrir ástina
Þegar unnusta Caseys Stein , Juliette Marne , veikist skyndilega og í ljós kemur að hún þarf á nýjum nýrum að halda ákveður Casey að hverfa til fyrri starfa hjá glæpaforingjanum Geran til að afla peninganna sem þarf til að Juliette geti keypt og fengið grædd í sig ný nýru . En Casey er fljótlega kominn á kaf í enn verri mál en hann hefur nokkurn tíma áður þurft að glíma við .
Það eru þau Nicholas Hoult og Felicity Jones sem fara með aðalhlutverkin í þessari hröðu hasar- og spennumynd ásamt Anthony Hopkins og Ben Kingsley sem leika glæpaforingjana og andstæðingana Hagen og Geran . Þeirra leið liggur saman þegar Geran sendir Casey í ránsferð til Hagens en sú ferð fer illilega úrskeiðis þegar menn Hagens ná honum og Casey má þakka fyrir að týna ekki lífinu . En Casey er snjall og tekst að flýja með álitleg verðmæti í skjalatösku og við tekur æsilegur eltingaleikur eftir hinum stórfenglegu hraðbrautum Þýskalands þar sem hann er með menn þeirra Hagens og Gerans á hælunum auk lögregluliðs landsins ...

Collide

Hasarmynd
Aldurstakmark óákveðið fyrir prentun
99 mín
Þótt Casey takist að komast undan Hagen og mönnum hans er það aðeins tímabundinn sigur og við tekur æsilegur eltingaleikur .
Aðalhlutverk : Nicholas Hoult , Felicity Jones , Anthony Hopkins , Ben Kingsley , Marwan Kenzari og Aleksandar Jovanovic Leikstjórn : Eran Creevy Bíó : Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri
Frumsýnd 24 . febrúar
Punktar ....................................................
l Collide er þriðja bíómynd leikstjórans Erans Creevy en fyrsta mynd hans var Shifty árið 2008 sem var m . a . tilnefnd til BAFTAverðlauna fyrir bestu frumraun höfundar og síðan myndin Welcome to the Punch árið 2013 , með þeim James McAvoy og Mark Strong í aðalhlutverkum . Eran skrifaði líka handritið að Collide en það er byggt á sögu eftir F . Scott Frazier sem skrifaði m . a . handrit nýjustu xXx-myndarinnar , Return of Xander Cage .
Anthony Hopkins leikur glæpakónginn Hagen sem er ekkert lamb að leika sér við frekar en andstæðingur hans sem Ben Kingsley leikur .
Veistu svarið ? Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Anthony Hopkins og Ben Kingsley leika saman í mynd en þeir eiga m . a . sameiginlegt að hafa hvor fyrir sig verið tilnefndir til fernra Óskarsverðlauna og hlotið þau einu sinni . Fyrir leik í hvaða myndum ?
The Silence of the Lambs og Ghandi .
Felicity Jones leikur Juliette , unnustu Caseys , en veikindi hennar verða til þess að Casey leggur allt í sölurnar , þar á meðal líf þeirra beggja .
Myndir mánaðarins 31