Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 Bíóhluti | Page 24

Gamlinginn 2 Gamanmynd
Gamlinginn 2
R O B E R T G U S T A F S S O N MYND EFTIR FELIX HERNGREN & MÅNS HERNGREN

GAMLINGINN 2

Hvar er uppskriftin ?
Ný mynd um hinn kostulega gamlingja Allan Karlsson sem nú er orðinn hundrað og eins árs , langt frá því að vera af baki dottinn og stingur á ný af frá öllu saman í leit að uppskriftinni að besta gosdrykk sem fundinn hefur verið upp . Vandamálið er að þeir eru fleiri sem vilja gjarnan klófesta uppskriftina .
Það muna vafalaust flestir eftir myndinni Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf sem var byggð á samnefndri skáldsögu eftir sænska rithöfundinn Jonas Jonasson , en hún var frumsýnd í maí 2013 og sló í gegn rétt eins og bókin sjálf , enda bráðfyndin . Hér er komið beint framhald þeirrar myndar , gert af sama leikstjóra og gerði fyrri myndina , Felix Herngren , og það er að sjálfsögðu Robert Gustafsson sem fer á ný með hlutverk þess gamla auk þess sem fleiri gömlum kunningjum úr fyrri myndinni bregður fyrir .
Segja má að sagan hefjist þar sem þeirri fyrri lauk en Allan , sem nú er orðinn 101 árs , ákveður nú að taka annan túr um Evrópu í því skyni að finna löngu glataða uppskrift af gosdrykk sem er svo góður að allir sem hann smakka vilja engan annan gosdrykk eftir það . Á ferðalaginu kemur sá gamli sem fyrr víða við og inn í söguna blandast bæði þekktir og óþekktir einstaklingar ásamt erindrekum ýmissa stjórnvalda sem eru líka á höttunum eftir uppskriftinni ...

Gamlinginn 2 Gamanmynd

108 mín
Aðalhlutverk : Robert Gustafsson , Ivar Wiklander , Svetlana Rodina , Shima Niavarani , David Wiberg , Ralph Carlsson og Joseph Long Leikstjórn : Felix og Måns Herngren Bíó : Sambíóin Álfabakka , Egilshöll , Kringlunni , Akureyri , Keflavík , Ísafjarðarbíó , Bíóhöllin Akranesi og Selfossbíó
Allan lumar sjálfur á gosdrykknum góða og ef hann finnur uppskriftina getur hann leyft öllum öðrum að smakka hann .
Frumsýnd 17 . febrúar Punktar ....................................................
l Jonas Jonasson skrifaði þessa framhaldssögu beint fyrir kvikmyndun og einnig handritið í samvinnu við þá Felix Herngren og Hans Ingemansson .
l Sá sem leikur Allan Karlson , Robert Gustafsson er í raun 53 ára og má því segja að hann eldist tvöfalt með aðstoð förðunarfólksins .
En þeir eru fleiri sem ásælast uppskriftina og þar á meðal eru ráðamenn í austri sem hafa aldrei smakkað jafngóðan gosdrykk og ...
Veistu svarið ? Leikstjórinn Felix Herngren gerði sína fyrstu mynd árið 1999 , en hún fjallaði um brestina í hjónabandi þeirra Franks og Nenne og náði myndin miklum vinsældum . Hvað heitir hún ?
... að sjálfsögðu kollegar þeirra í vestri sem fela leyniþjónustunni að hafa uppi á uppskriftinni áður en einhver annar klófestir hana .
24 Myndir mánaðarins
Vuxna människor .