Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 Bíóhluti | Page 14

The Lego Batman Movie Kubbagrín
The Lego Batman Movie
Vertu þú sjálfur – nema þú sért Batman
Eins og alltaf þarf Bruce Wayne , öðru nafni Batman , stöðugt að verja sitt fólk og borgina sína Gotham fyrir alls konar misindiskubbum eins og jókernum , Harley Quinn og fleiri slíkum sem vilja láta illt af sér leiða . Nú vandast málin hins vegar verulega þegar hann þarf líka að ganga Robin í föðurstað , en það verk á eftir að reyna meira á Batman en nokkuð annað .
Þeir sem fara í bíó til að sjá fjölskylduvænar , litríkar , fyndnar , viðburðaríkar , hraðar og umfram allt stórskemmtilegar myndir ættu alls ekki að láta Lego Batman-myndina fram hjá sér fara því hún uppfyllir einfaldlega allar þessar væntingar – og gott betur . Myndin verður frumsýnd 10 . febrúar og nú sjáumst við öll í bíó !
Punktar .................................................... l Myndin verður einnig sýnd með íslensku tali og þar ljá helstu persónunum raddir sínar þau Orri Huginn Ágústsson , Þuríður Blær Jóhannsdóttir , Arnmundur Ernst Backmann , Guðjón Davíð Karlsson , Baldur Trausti Hreinsson , Jóhanna Vigdís Arnardóttir , Íris Tanja Flygenring , Hjálmar Hjálmarsson , Steinn Ármann Magnússon , Ágústa Eva Erlendsdóttir og fleiri en leikstjóri talsetningarinnar var Hjálmar Hjálmarsson og þýðandi er Harald G . Haraldsson .

The Lego Batman Movie Kubbagrín

104 mín
Talsetning : Will Arnett , Ralph Fiennes , Jenny Slate , Zach Galifianakis , Rosario Dawson , Michael Cera , Mariah Carey og Billy Dee Williams Leikstjórn : Chris McKay Bíó : Sambíóin Álfabakka , Egilshöll , Kringlunni , Akureyri og Keflavík , Laugarásbíó , Ísafjarðarbíó , Selfossbíó , Bíóhöllin Akranesi , Króksbíó og Skjaldborgarbíó
Frumsýnd 10 . febrúar
Það koma auðvitað fjölmargar persónur við sögu í The Lego Batman Movie en þessar sex verða samt mest áberandi .
14 Myndir mánaðarins