Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 Bíóhluti | Page 13

The Bye Bye Man Tryllir
The Bye Bye Man
Ekki bjóða honum heim
Árið 1960 framdi ungur maður fjöldamorð í blokkinni þar sem hann bjó og eftir að hafa verið handsamaður bar hann því við að „ Bye Bye-maðurinn “ hefði sagt honum að fremja morðin . Löngu síðar gera fjögur ungmenni tilraun til að ná sambandi við framliðið fólk og vita ekki að þar með kalla þau yfir sig endurkomu Bye Bye-mannsins með hörmulegum afleiðingum .
„ Vondi kallinn “, eða „ boogie man “ eins og hann er nefndur á ensku , hefur í gegnum árin tekið á sig ýmsar myndir . Bye Bye-maðurinn er ein þeirra en í þeirri útgáfu drepur hann ekki sjálfur heldur fær fórnarlömb sín til að gera það með því að fylla þau af ranghugmyndum og ofsjónum . Að þessu komast vinirnir John , Sasha , Kim og Elliott illu heilli kvöld eitt þegar þau eru að gera tilraunir með andaglas og bjóða fyrir slysni þessari óvætt að kíkja í heimsókn ...

The Bye Bye Man Tryllir

Aðalhlutverk : Douglas Smith , Lucien Laviscount , Cressida Bonas , Doug Jones , Carrie-Anne Moss , Faye Dunaway og Jenna Kanell Leikstjórn : Stacy Title Bíó : Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri
96 mín
Frumsýnd 3 . febrúar
Tilraunir ungmennanna fjögurra , þeirra Johns , Söshu , Kim og Elliots , til að komast að hinu sanna um Bye Bye-manninn fara illa úrskeiðis .
Punktar .................................................... l The Bye Bye Man er fyrsta bíómynd leikstjórans Stacy Title í tíu ár eða allt frá því að hún sendi frá sér grínhrollinn Hood of Horror árið 2006 . Áður hafði hún gert myndina Let the Devil Wear Black sem var nokkurs konar tilbrigði við Hamlet eftir Shakespeare og hina frumlegu The Last Supper árið 1995 , en sú mynd vakti óskipta athygli á sínum tíma og þótti – og þykir enn – afar góð .
l The Bye Bye Man er byggð á sögu eftir Robert Damon Schneck , eða öllu heldur einum af átta köflum í bók hans The President ’ s Vampire þar sem hann skrifar um furðulega og óútskýrða atburði , jafnvel yfirnáttúrulega úr sögu Bandaríkjanna . Kaflinn og sú frásögn sem The Bye Bye Man er byggð á nefnist The Bridge to Body Island og sækir að hluta til heimildir í sanna atburði . Þess má geta að handritshöfundur The Bye Bye Man er Jonathan Penner , eiginmaður leikstjórans Stacy Title .
Bye Bye-maðurinn er leikinn af Doug Jones .
Veistu svarið ? Eins og kemur fram í punktunum hér til hægri gerði leikstjórinn Stacy Title myndina The Last Supper árið 1995 . Með aðalkvenhlutverkið í þeirri mynd fór ung og upprennandi stórstjarna þess tíma og næstu ára á eftir . Hvaða leikkona var það ?
Ef þú segir nafn hans upphátt opnar þú fyrir komu hans . Ef þú hugsar nafn hans í hljóði dregur þú hann nær þér .
Cameron Diaz .
Myndir mánaðarins 13