Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 Bíóhluti | Page 12

Rings Tryllir
Rings
Hún er komin aftur
Þrettán ár eru liðin frá því að draugurinn Samara lét síðast á sér kræla . Þegar ungur maður að nafni Holt ákveður að kafa ofan í málið og skoða hið forboðna myndband sem sagt er særa Samöru fram sjö dögum eftir að á það er horft komast hann og Julia unnusta hans fljótlega að því að sagan er sönn .
Fyrstu tvær Ring-myndirnar , bæði upprunalegu japönsku útgáfurnar og svo hinar bandarísku , eru á meðal bestu hrollvekja síðari tíma og er t . d . atriðið í fyrstu myndinni þegar draugurinn Samara kemur út úr sjónvarpinu öllum að óvörum sennilega á meðal mest hrollvekjandi atriða allra tíma enda heimsfrægt fyrir löngu .
Í þessari þriðju mynd heldur sagan áfram en hún gerist þrettán árum eftir atburðina í Ring 2 og segir í stuttu máli frá parinu Holt og Juliu sem ásamt einum kennara sínum fara að rannsaka og horfa á myndbandið illa sem særir Samöru fram . Eins og áður tekur síðan baráttan við hana heldur betur á en um leið uppgötvar Julia nokkuð í myndbandinu sem enginn hafði séð áður . Þar með er komin ný flétta inn í söguna sem á vonandi eftir að koma á óvart ...

Rings Tryllir

102 mín
Aðalhlutverk : Matilda Lutz , Alex Roe , Johnny Galecki , Aimee Teegarden , Bonnie Morgan og Vincent D ’ Onofrio Leikstjórn : F . Javier Gutiérrez Bíó : Sambíóin Álfabakka , Egilshöll , Akureyri og Keflavík , Ísafjarðarbíó og Selfossbíó
Frumsýnd 3 . febrúar
Matilda Lutz , Johnny Galecki og Alex Roe leika þau Juliu , Gabriel og Holt sem fara að skoða hið þrettán ára gamla mál .
Punktar .................................................... l Leikstjóri myndarinnar , Spánverjinn F . Javier Gutiérrez , á eina bíómynd að baki , heimsendamyndina Before the Fall sem mörgum þótti afar góð og hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga .
l Rings verður frumsýnd á sama tíma víðast hvar , þ . e . fyrstu helgina í febrúar , og eru þeir sem sjá hana fyrstir vinsamlegast beðnir að upplýsa ekki aðra væntanlega áhorfendur um hina nýju fléttu í sögunni .
Samara er leikin af Bonnie Morgan sem lék hana líka í The Ring 2 .
Veistu svarið ? Rings er þriðja bandaríska myndin í sögunni um Samöru en þessar myndir rekja eins og margir vita uppruna sinn til japönsku myndarinnar Ringu sem sló í gegn árið 1998 og þykir ein besta hrollvekja sögunnar . Hver leikstýrði henni ?
Eftir að Julia horfir á myndbandið byrjar Samara að birtast henni . En Julia uppgötvar líka nokkuð sem enginn annar var búinn að sjá áður .
12 Myndir mánaðarins
Hideo Nakata .