Myndir mánaðarins Febrúar 2017 tbl. 277 Bíóhluti | Page 10

Bíófréttir - Væntanlegt

Strumparnir koma

Aðdáendur strumpanna , og þeir eru margir , geta nú glaðst yfir því að ný mynd um þá er væntanleg í kvikmyndahúsin innan tíðar , eða nánar tiltekið þann 31 . mars . Myndin heitir Týnda þorpið og segir frá því þegar strumparnir uppgötva að þeir eru ekki einu íbúarnir í Strumpaskógi heldur leynist þar heilt þorp sem enginn vissi að væri til enda vel falið . Í ljós kemur að íbúarnir eru sérstakir með afbrigðum en því miður eru þeir Kjartan og Brandur komnir á sporið og eins og alltaf þegar þeir eiga í hlut þýðir það vandræði og aftur vandræði . Fylgist með í næsta blaði !

Sameinuð sigrum við !

Fimmmenningarnir Kimberly , Trini , Jason , Zack og Billy , sem saman mynda hina öflugu sveit The Power Rangers , eru væntanlegir í kvikmyndahúsin um miðjan mars , en þetta er þriðja kvikmyndin sem gerð hefur verið um ævintýri þeirra . Reyndar er um að ræða það sem á ensku er kallað „ reboot “, þ . e . að sagan er hér sögð frá upphafi og hefst áður en fimmmenningarnir vita einu sinni yfir hvaða kröftum þau búa . Leikstjóri er Dean Israelite sem hér gerir sína aðra mynd en sú
Elizabeth Banks leikur hina illu Ritu Repulsa .
fyrsta , Project Almanac , var frumsýnd 2015 og þykir þrælgóð . Með aðalhlutverkin í þessari nýju mynd fara tiltölulega óþekktir , ungir leikarar , Naomi Scott , Dacre Montgomery , Ludi Lin , Becky G . og Billy Cranston en í öðrum stórum hlutverkum eru þau Bryan Cranston sem leikur Zordon , læriföður unglinganna , og Elizabeth Banks sem leikur óvin þeirra númer eitt , hina máttugu en verulega illa innrættu Ritu Repulsa .
Það er vart hægt að finna öflugra gengi en þetta .
Þeir Dax Shepard og Michael Peña munu kæta kvikmyndahúsagesti í mars sem löggurnar Jon og Frank .

Löggur í stórræðum

Dax Shepard er skemmtilegur grínisti sem sendi m . a . frá sér myndina Hit and Run árið 2012 og mætir á svæðið aftur í mars þegar nýjasta mynd hans , Chips , verður frumsýnd . Eins og nafnið bendir til sækir myndin innblásturinn í samnefnda sjónvarpsþætti frá áttunda áratug síðustu aldar og fjallar eins og þeir um tvær mótorhjólalöggur í Los Angeles sem hafa þann starfa með höndum að gæta þess að allt gangi vel á hraðbrautunum sem liggja við og í gegnum borgina . Þeir heita Jon og Frank og eiga það sameiginlegt að taka starf sitt ekkert allt of alvarlega en það á eftir að breytast þegar bíræfið þjófagengi verður á vegi þeirra . Með aðalhlutverkin fara þeir Dax sjálfur og Michael Peña ásamt hinni skemmtilegu Kristen Bell sem er reyndar eiginkona Dax .
Dax Shepard og Kristen Bell .
10 Myndir mánaðarins