Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 DVD-VOD | Page 38

Fast Dunkirk & Furious 8
Kraftaverkið í Dunkirk
Um mánaðamótin maí-júní árið 1940 króuðust um 400 þúsund hermenn Bandamanna inni á ströndinni í Dunkirk á norðvesturströnd Frakklands og biðu björgunar áður en þýski landherinn , sem nálgaðist óðfluga , næði til þeirra og stráfelldi þá .
Dunkirk er nýjasta mynd Christophers Nolan sem gerði m . a . Batman-þríleikinn og myndirnar Inception og Interstellar .
Christopher , sem skrifaði handrit myndarinnar sjálfur , segir okkur hér frá einhverju magnaðasta björgunarafreki sögunnar þegar Bretum og bandamönnum þeirra tókst , þvert á allar aðstæður , að bjarga um 340 þúsund hermönnum úr nánast vonlausri sjálfheldu í Dunkirk og yfir Ermarsundið þrátt fyrir stanslausar árásir þýskra orrustuflugmanna sem einnig fengu skipanir um að sökkva öllum bátum og skipum sem freistuðu þess að bjarga mönnunum . Seinna hlaut þessi atburður viðurnefnið „ kraftaverkið í Dunkirk “.
Óhætt er að segja að Christopher nálgist þetta viðfangsefni á mjög sérstakan hátt og þeir eru margir sem spá því að myndin verði ein af helstu Óskarverðlaunamyndum ársins 2017 .
Dunkirk
Sannsögulegt
VOD
107 mín
Aðalhlutverk : Tom Hardy , Kenneth Branagh , Cillian Murphy , Mark Rylance , Harry Styles , James D ’ Arcy , Fionn Whitehead , Barry Keoghan , Jack Lowden og Aneurin Barnard Leikstjórn : Christopher Nolan Útgefandi : Síminn & Vodafone
18 . desember
Kenneth Branagh leikur sjóliðsforingjann Bolton sem eins og aðrir á ströndinni vissi ekki hvað hægt væri að gera annað en að vona .
Punktar .................................................... HHHHH - Los Angeles Times HHHHH - New York Times HHHHH - Rolling Stone HHHHH - Time HHHHH - Screen HHHHH - Variety HHHHH - The Hollywood Reporter HHHHH - Total Film HHHHH - Empire HHHHH - Telegraph l Eins og sést á stjörnugjöfinni hér fyrir ofan hefur Dunkirk hlotið frábæra dóma en hún er með 9,7 í meðaleinkunn á Metacriticsíðunni , enda gefa flestir gagnrýnendur henni fimm stjörnur .
l Atriðin sem gerast á ströndinni voru í raun tekin upp í Dunkirk þar sem atburðirnir gerðust fyrir 77 árum . Fullyrða má að ef ekki hefði tekist að bjarga svona mörgum frá stórskotaliði Þjóðverja hefði gangur síðari heimsstyrjaldarinnar orðið annar en hann varð .
Hermennirnir á ströndinni gátu lítið annað gert en að bíða þess sem verða vildi . Þetta eru þeir Harry Styles , sem er einna þekktastur sem einn af hljómsveitarmeðlimum One Direction og er hér í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki , Aneurin Barnard og Fionn Whitehead .
Veistu svarið ? Dunkirk er tíunda bíómynd Christophers Nolan sem eins og kemur fram hér í kynningunni til hægri gerði líka Batman-þríleikinn , Inception og Interstellar . Hverjar eru hinar fjórar myndirnar ?
Þýsku orrustuflugmennirnir létu kúlunum rigna yfir varnarlausa hermennina enda týndu um 60 þúsund þeirra lífi í árásum þeirra .
38 Myndir mánaðarins
Following , Memento , Insomnia og The Prestige .