Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 DVD-VOD | Page 35

Churchill Þú þekktir ekki þennan mann
Kata og Mummi Það er kominn tími til að skreppa eitthvað með Mumma
Churchill – Kata og Mummi
Churchill Þú þekktir ekki þennan mann
Winston Churchill varð forsætisráðherra Breta þann 10 . maí árið 1940 og það kom í hans hlut að tala kjarkinn í þjóð sína sem bjó við stöðuga ógn frá loftárásum Þjóðverja og óttaðist að þýski herinn næði að ganga á land .
Óhætt er að segja að Winston Churchill hafi verið umdeildur maður . Um leið og hann naut virðingar og aðdáunar margra fyrir framgöngu sína í upphafi valdatíma síns á forsætisráðherrastóli mætti hann ávallt talsverðri andstöðu innan stjórnkerfisins sjálfs þar sem hann átti sér marga óvildarmenn .
í þessari mynd er sjónum beint að síðustu dögum hans í fyrra skiptið sem hann var forsætisráðherra , nokkrum dögum fyrir innrásina í Normandí , en Churchill óttaðist að innrásin myndi mistakast og að mannfall yrði meira en menn spáðu ...
Punktar ............................................................................................ HHHH - Los Angeles Times HHH1 / 2 - Rolling Stone HHH - Empire
l Breski leikarinn Brian Cox þykir fara á algjörum kostum í aðalhlutverkinu enda lagði hann mikla áherslu á að túlka Churchill á eins trúverðugan hátt og framast er unnt .
Aðalhlutv .: Brian Cox , Miranda Richardson og John Slattery Leikstj .: Jonathan Teplitzky Útg .: Myndform
Sannsögulegt
VOD
105 mín
15 . desember l Myndin er byggð á handriti Alex von Tunzelmann sem lagði gríðarlega vinnu í að afla heimilda um það sem gerðist á þessum dögum fyrir innrásina í Normandí . Churchill fannst hann sniðgenginn í ákvarðanatöku í kringum þessa gríðarlega mikilvægu hernaðaraðgerð Bandamanna sem nefnd var Operation Overlord og átti í miklum átökum við sína eigin ráðgjafa um framkvæmdina auk þess að glíma við sína eigin samvisku .
Bara leikur Brians Cox í titilhlutverkinu gerir Churchill þess virði að sjá .
Kata og Mummi Það er kominn tími til að skreppa eitthvað með Mumma
Kata er fimm ára gömul stelpa sem nýtur lífsins með kanínudúkkunni Mumma , en hann lifnar við og stækkar þegar Kata notar ímyndunaraflið .
Þættirnir um Kötu og Mumma hafa verið sýndir í íslensku sjónvarpi og eru fyrir yngsta aldurshóp áhorfenda . Þeir gerast að mestu í ævintýralandinu Mummaheimi , en þangað ferðast Kata í hvert sinn sem hún glímir við eitthvert vandamál eða þegar forvitni hennar vaknar um einhvern hlut . Í Mummaheimi lifnar Mummi kanína nefnilega við og stækkar og saman lenda þau Kata í margvíslegum og litríkum ævintýrum .
Í þessari sjöundu seríu þáttanna er að finna sjö ný ævintýri þessara glaðlyndu félaga og er hver þáttur rúmlega 10 mínútur að lengd .
VOD
88 mín
Teiknimyndir með íslensku tali um vinina góðu , Kötu og Mumma Útgefandi : Myndform
Barnaefni
15 . desember
Myndir mánaðarins 35