Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 DVD-VOD | Page 34

The Limehouse Golem Miklu, miklu meira en morð Þegar nokkur hrottaleg morð setja samfélagið í Limehouse- hverfinu í London á annan endann er Scotland Yard-lögreglu- manninum John Kildare falið til að komast að sannleikanum og finna morðingjann. En þetta er engin venjuleg morðgáta. The Limehouse Golem er byggð á sögulegri skáldsögu hins marg- verðlaunaða rithöfundar, sagnfræðings og ævisöguritara Peters Aykroyd, Dan Leno and the Limehouse Golem, sem var einnig gefin út undir heitinu The Trial of Elizabeth Cree. Hér bregður hann sér til Lundúna í upphafi níunda áratugar 19. aldar, nokkrum árum áður en Jack the Ripper lét á sér kræla, og leggur fyrir okkur morðgátu þar sem hlutirnir eru sannarlega ekki eins og þeir sýnast í fyrstu. Það er hinn skemmtilegi leikari Bill Nighy sem leikur John Kildare rannsóknarlögreglumann hjá Scotland Yard sem er staðráðinn í að ráða gátuna. Hann telur sig kominn á slóðina þegar eitt morð í viðbót er framið og verður til þess að gjörbreyta sýn hans á málið ... The Limehouse Golem Bill Nighy leikur rannsóknarlögreglumanninn John Kildare. Morðgáta 109 VOD mín Punktar .................................................... HHHH - Telegraph HHHH - Time Out HHHH - Total Film HHHH - Guardian HHH 1/2 - N.Y. Times HHH 1/2 - ReelViews HHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHH 1/2 - Los Angeles Times Aðalhlutverk: Bill Nighy, Olivia Cooke, Douglas Booth, Daniel Mays, María Valverde, Eddie Marsan og Sam Reid Leikstjórn: Juan Carlos Medina Útgefandi: Myndform 15. desember Í The Limehouse Golem koma að minnsta kosti þrjár raunverulegar samtímapersónur við sögu, þ.e. Karl Marx, rithöfundurinn George Gissing og Dan Leno sem á þessum árum var einn þekktasti og vin- sælasti gamanleikari Breta og er reyndar ein af aðalpersónunum í myndinni. Hann er hér leikinn af Douglas Booth. l Þetta er önnur mynd leikstjórans Juans Carlos Medina í fullri lengd eftir myndina Painless árið 2012. Handritið er eftir Jane Goldman sem m.a. skrifaði handritin að Stardust, Kick-Ass og Kingsman-mynd- unum ásamt leikstjóranum Matthew Vaughn, og myndunum The Woman in Black og Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children. l Myndin gerist í Limehouse-hverfinu í London upp úr 1880 og hér ráð- færir rannsóknarlögreglumaðurinn John Kildare sig við einn af helstu aðstoðarmönnum sínum, George Flood, sem Daniel Mays leikur. Veistu svarið? Sagan í The Limehouse Golem sækir innblásturinn í hina óráðnu morðgátu sem kennd hefur verið við Jack the Ripper en var á sínum tíma ætíð nefnd eftir hverfinu sem morðin voru framin í. Hvaða hverfi er það og hvað var sá morðingi upphaflega kallaður? Whitechapel, og morðinginn var kallaður Whitechapel-morðinginn. 34 Myndir mánaðarins Nokkrir af öðrum helstu leikurunum í The Limehouse Golem eru María Valverde, Sam Reid, Douglas Booth, Olivia Cooke og Eddie Marsan.