Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 DVD-VOD | Page 22

American Assassin Nú er þetta persónulegt Eftir að unnusta Mitch Rapp er myrt í hryðjuverkaárás ákveð- ur hann að helga líf sitt baráttunni gegn hryðjuverkamönnum og gengur til liðs við bandarísku leyniþjónustuna. Þar nýtur hann leiðsagnar Stans Hurley sem er þaulvanur í baráttunni og áður en langt um líður er komið að fyrsta verkefninu: Að stöðva dularfullan hryðjuverkamann sem kallast „Draugur- inn“ og er að reyna að koma þriðju heimsstyrjöldinni í gang. Sögurnar um Mitch Rapp eru eftir bandaríska rithöfundinn Vince Flynn sem af mörgum er talinn einn albesti spennusagnahöfundur Bandaríkjanna fyrr og síðar, en bækur hans urðu tíðir gestir á topp- listum bandarískra bóksala alveg frá því að fyrsta bókin, Transfer of Power, kom út árið 1996. Í henni kynntust lesendur Mitch í fyrsta sinn en hann var maður sem hafði ungur að árum helgað líf sitt og krafta baráttunni gegn hættulegustu hryðjuverkamönnum heims. Þegar Vince féll frá árið 2013 hafði hann skrifað þrettán bækur um Mitch Rapp. Ellefta bókin, American Assassin sem kom út árið 2010, skar sig úr því í henni hvarf Vince aftur til upphafsins og sagði frá því þegar Mitch Rapp ákvað upphaflega að ganga til liðs við bandarísku leyniþjónustuna, hvernig það kom til og þjálfun hans. Það er einmitt eftir þeirri bók sem þessi fyrsta mynd um kappann er gerð, en í henni tekst hann líka á við sitt fyrsta stórverkefni ... American Assassin Spenna / Hasar DVD 111 VOD mín Aðalhlutverk: Dylan O’Brien, Michael Keaton, Taylor Kitsch, Scott Adkins, Sanaa Lathan, Shiva Negar og David Suchet Leikstjórn: Michael Cuesta Útgefandi: Myndform Dylan O’Brien leikur Mitch Rapp í American Assassin og íranska leikkonan Shiva Negar leikur kollega hans. 7. desember Punktar .................................................... HHH 1/2 - New York Post HHH 1/2 - Hollywood Reporter HHH - N.Y. Times HHH - L.A. Times HHH - Rolling Stone Hermt er að Dylan O’Brien hafi ekki síst hreppt hlutverk Mitch Rapp vegna aldurs síns (hann er 26 ára) því honum er ætlað að leika í fleiri myndum um Mitch Rapp sem gera á á næstu árum og mun því eldast og þroskast í hlutverkinu, rétt eins og Mitch gerir í í bókunum, en í þeim er hann 23 ára þegar hann kemur fyrst til starfa hjá leyniþjónustunni. Fylgist með frá byrjun! l Michael Keaton leikur fyrrverandi leyniþjónustumanninn Stan Hurley sem tekur að sér að þjálfa Mitch fyrir baráttuna sem er framundan. Veistu svarið? Það eru ekki liðin nema sex ár frá því leikferill Dylans O’Brien hófst í sjónvarpsþáttunum Teen Wolf. Hann hefur síðan byggt kvikmyndaferil sinn upp hratt og sló t.d. í gegn í aðalhlutverki trílógíu sem hóf göngu sína 2014 og er ekki lokið. Hvaða trílógíu? The Maze Runner. 22 Myndir mánaðarins