Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 DVD-VOD | Page 19

Between Two Worlds Sumt gengur upp , sumt gengur miður
Alvinnn !!! og íkornarnir Teiknimyndasyrpa – sjöundi hluti með sjö þáttum
Between Two Worlds – Alvinnn !!! og íkornarnir
Between Two Worlds Sumt gengur upp , sumt gengur miður
Ryan er ungur rithöfundur í ástarsorg sem er auk þess í ströggli við að ljúka við sína aðra bók áður en fresturinn til að skila henni til útgefandans rennur út . Þegar hann hittir hina jarðbundnu Önnu flækjast mál hans enn frekar .
Between Two Worlds er raunsæ ástarsaga sem gerist í hringiðu Lundúna og þykir bæði lýsa lífinu þar vel , ekki síst skemmtanalífinu , svo og ströggli fólks á þrítugsaldri sem er að reyna að finna einhverja trausta fótfestu í lífinu . Þau Chris Mason og Hannah Britland , sem eru meðal efnilegustu leikara Breta , þykja sýna ákaflega næman og góðan leik og smellpassar myndin fyrir þá sem kunna að meta sögur úr raunveruleikanum þar sem tekist er á við mál sem flestir ættu að kannast við .
Punktar ............................................................................................ HHHH - Total Film l Sá sem leikur einn félaga Ryans , John , er Elliot John Gleave sem er betur þekktur sem breski rapparinn Example , og er þetta hans fyrsta hlutverk í bíómynd .
VOD
Aðalhlutv .: Chris Mason , Hannah Britland og Lucien Laviscount Leikstj .: James Marquand Útg .: Myndform
Rómantík / Drama
99 mín
1 . desember
Það eru Hannah Britland og Chris Mason sem leika ástfangna parið Önnu og Ryan .
Alvinnn !!! og íkornarnir Teiknimyndasyrpa – sjöundi hluti með sjö þáttum
Stórskemmtileg teiknimyndasyrpa um ævintýri sex fjörugra íkornabarna sem eru stöðugt að lenda í alls konar ævintýrum og óvæntum uppákomum , uppeldisföður þeirra , honum Davíð , oftar en ekki til mikillar mæðu .
Þessir þættir komu fyrst út í mars 2015 og slógu þegar í gegn á bandarísku og frönsku Nickelodeon-sjónvarpsstöðvunum . Í framhaldinu hafa þeir verið sýndir víða og alls staðar verið vel tekið . Hér segir frá hinum einhleypa Davíð sem tekið hefur að sér að ala upp sex íkornakrakka , þrjá stráka og þrjár stelpur . Það gengur því að sjálfsögðu mikið á á heimilinu því íkornakrakkarnir eru hugmyndaríkir með eindæmum og óhræddir við að feta nýjar slóðir í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur . En stundum þrýtur Davíð þolinmæðina gagnvart uppátækjum íkornakrakkanna sinna og þegar það gerist kallar hann yfir sig : „ ALVINNN !!!“
VOD
88 mín
Teiknimynd með íslensku tali um sex íkornakrakka og ævintýri þeirra Útgefandi : Myndform
Barnaefni
1 . desember
Myndir mánaðarins 19