Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 DVD-VOD | Page 16

Borg vs . McEnroe Viðureignin sem enginn gleymir
Tulip Fever Ást , svik og blekking – og túlípanar
Borg vs . McEnroe – Tulip Fever
Aðalhlutv .: Shia LaBeouf , Sverrir Guðnason og Stellan Skarsgård Leikstjórn : Janus Metz Útgefandi : Sena
Sannsögulegt
Rómantík / Drama
VOD
107 mín
1 . desember
VOD
105 mín
Aðalhlutv .: Alicia Vikander , Dane DeHaan og Christoph Waltz Leikstjórn : Justin Chadwick Útgefandi : Sena
1 . desember
Borg vs . McEnroe Viðureignin sem enginn gleymir
Úrslitaleikurinn á Wimbledon-tennismótinu í London 5 . júlí 1980 er einn mest spennandi íþróttaviðburður sögunnar en í honum mættust hinn rólyndi Svíi Björn Borg og hinn skapstóri Bandaríkjamaður John McEnroe .
Hér fá áhorfendur að kynnast forsögunni að þessum magnaða úrslitaleik á Wimbledon-mótinu árið 1980 og um leið er skyggnst á bak við tjöldin í lífi beggja keppenda og hvað þeir þurftu að leggja á sig til að ná upp á toppinn í tennisheiminum , en þeir Björn Borg og John McEnroe þóttu eins ólíkar manngerðir og hugsast gat . Myndin er afar sannferðug í alla staði , frábærlega sviðsett og leikin , auk þess sem hún varpar ljósi á hluti sem hafa verið á fárra vitorði hingað til , sérstaklega hvað varðar tengsl þeirra Björns og Johns utan sviðsljóssins ...
Punktar ............................................................................................ HHHH - CineVue HHHH - Total Film HHH1 / 2 - Variety HHH - Empire HHH - Hollywood Reporter HHH - Screen HHH - Time Out l Þeir Björn Borg og John McEnroe höfðu fyrir úrslitaleikinn á Wimbledon 1980 mæst sjö sinnum áður á tennismótum og var staðan í innbyrðis viðureignum þeirra 4-3 fyrir Borg . Alls mættust þeir síðan 22 sinnum á ferlinum ef öll mót eru talin með , svo og sýningarleikir , og unnu hvor um sig ellefu leiki . Vegna þess hversu ólíkar persónur þeir voru , Borg þessi rólega og yfirvegaða týpa á meðan McEnroe var afar skapbráður og frægur fyrir útistöður sínar og háværar deilur við dómara á leikjum sínum , var fljótlega byrjað að tala um að viðureignir þeirra væru eins og barátta á milli íss og elds .
Tulip Fever Ást , svik og blekking – og túlípanar
Shia LaBeouf og Sverrir Guðnason þykja báðir alveg frábærir í hlutverkum Johns McEnroe og Björns Borg .
Þegar hinn auðugi Cornelis Sandvoort ræður ungan listmálara til að mála mynd af sér og eiginkonu sinni , hinni ungu og munaðarlausu Sophiu , hefst óvænt ástarævintýri sem breytist brátt í afdrifaríkan blekkingarleik .
Tulip Fever er eftir verðlaunaleikstjórann Justin Chadwick en handritshöfundur er Tom Stoppard sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrir handritið að Shakespeare in Love og skrifaði einnig m . a . handrit myndanna Brazil og Empire of the Sun .
Alicia Vikander leikur hér hina munaðarlausu Sophiu sem telst heppin þegar hinn auðugi Cornelis Sandvoort ( Christoph Waltz ) tekur hana sér fyrir konu . Þegar Cornelis ákveður að láta mála mynd af þeim hjónum og ræður til verksins ungan listmálara að nafni Jan Van Loos ( Dane DeHaan ) vandast málin því Jan verður þegar ástfanginn af hinni fögru Sophiu – og setur í gang óvænta atburðarás ...
Punktar ............................................................................................
HHH1 / 2 - New York Observer HHH1 / 2 - Entertainment Weekly l Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu enska rithöfundarins Deboruh Moggach , en hún skrifaði m . a . einnig bókina These Foolish Things sem hin skemmtilega mynd The Best Exotic Marigold Hotel var gerð eftir .
l Heiti myndarinnar er vísun í „ túlípanamaníuna “ svonefndu sem gekk yfir Holland á fyrri hluta sautjándu aldar og segja má að sé ein fyrsta þekkta efnahagsbólan í sögunni .
l Þótt Tulip Fever sé að grunni til rómantísk ástarsaga inniheldur hún bæði góðan húmor , mikla spennu og bráðsniðugar sögufléttur sem renna saman í eina heild í lokin .
Christoph Waltz leikur hinn auðuga Cornelis Sandvoort og Alicia Vikander leikur eiginkonu hans , hina ungu og fögru Sophiu .
16 Myndir mánaðarins