Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 Bíó | Page 8

Bíófréttir – Væntanlegt sem fjallar eins og nafnið bendir til um fólk sem var uppi á steinöld. Þetta er reyndar ekki teiknuð mynd heldur brúðumynd í anda Wallace og Gromit-myndanna og myndanna um hrútinn Hrein, eða Shaun the Sheep eins og hann heitir á ensku. Þessi mynd er væntanleg í bíó í febrúar. Óskarinn sjálfan í mars. Kíkið endi- lega á stikluna en Lady Bird er á dagskrá kvikmyndahúsanna hér á landi í apríl næstkomandi. Kvikmynd Kenneths Branagh, Morðið í Austurlandahraðlestinni, hefur gengið vel eins og við var að búast, en hún er eins og allir vita byggð á samnefndri bók eftir morðgáturithöfundinn Agöthu Christie. Nú herma fregnir að Kenneth hafi verið ráðinn til að gera aðra Agöthu Christie-mynd, í þetta sinn eftir bókinni Dauðinn á Níl sem er ekki síður þekkt saga en sú fyrrnefnda. Kenneth mun að sjálfsögðu leika belgíska rannsókn- arlögreglumanninn Hercule Poirot á ný í þeirri mynd og það má alveg búast við að leikhópurinn verði stjörnum prýddur. þá útgáfu af honum sem býr í Himalajafjöllu m og hefur líka verið kallaður Snjómaðurinn. Í þessari sögu er gert ráð fyrir að hann eigi stóra fjölskyldu sem hann eigi til að hræða með sögum af litlum mönnum með litla fætur, þ.e. mannfólkinu. Þegar einn slíkur klifrar síðan upp á tindinn þar sem Snjómaðurinn býr fá þessar „hryllingssögur“ auðvitað byr undir báða vængi. Smallfoot er væntanleg í bíó næsta haust. Þriðja myndin um Drakúla sem nú rekur Hótel Transylvaníu er líka væntanleg næsta sumar og segir frá því þegar Drakúla fer sjálfur í frí ásamt fjölskyldunni með risastóru farþegaskipi og verður ástfanginn af skipstjóranum, henni Ericu. Í nóvember var ný örstikla, eða kitla eins og stuttar stiklur eru stundum kallaðar, frumsýnd úr næstu Pixar-mynd sem um leið er önnur myndin um John Parr, öðru nafni herra Ótrúlegan (Mr. Incredible) og fjölskyldu hans, en hún er gædd ótrúlegum ofurhæfileikum eins og flestir vita. Fyrri myndin sem var frumsýnd árið 2004 er að margra mati ein af bestu Pixar-myndunum fyrr og síðar og tvímælalaust sú fyndnasta og það er full ástæða til að fara að láta sig hlakka til júnímánaðar þegar nýja myndin verður frumsýnd. Kíkið endilega á kitluna sem er bráðskemmtileg þótt hún sé stutt og gefi lítið sem ekkert upp um söguna sjálfa. Og talandi um teiknimyndir þá má geta þess að margar slíkar eru í bígerð hjá ýmsum aðilum enda njóta góðar og vel gerðar teiknimyndir oftar en ekki mikilla vinsælda í kvikmyndahúsum. Af þeim sem frumsýndar verða á næsta ári má nefna myndina Smallfoot en hún er nokkurs konar spegill sögunnar um Stórfót, þ.e. 8 Myndir mánaðarins Breska myndin Pétur kanína er byggð á samnefndum sögum Beatrix Potter um Pétur kanínu og vini hans sem lenda í miklum útistöðum við nágranna sinn, en honum er meinilla við að hafa dýr í garðinum sínum. Þessi mynd er reyndar bæði teiknuð og leikin, þ.e. mannfólkið er leikið en dýrin teiknuð eins og t.d. í Paddington. Hún kemur í bíó í lok mars. Fjórða myndin sem við nefnum er líka bresk, en það er Early Man Þá er væntanleg ný mynd um garðálfana sem á ensku nefnist Sherlock Gnomes og er gerð af sömu aðilum og gerðu Kung Fu Panda-myndirnar. Þessi mynd lofar ákaflega góðu og er hún vænt- anleg í kvikmyndahúsin í maí. Að lokum viljum við nefna mynd- ina Önd, önd, gæs, eða Duck Duck Goose sem væntanleg er í bíó í byrjun apríl. Stiklan úr þeirri mynd er mjög skemmtileg og fyndin en sagan er um gæs sem í staðinn fyrir að fljúga suður á bóginn til vetursetu neyðist til að vera heima og sjá um tvo litla andarunga sem reynast hálfgerðir óþekktarormar þegar á reynir. Þessar myndir sem við höfum nefnt hér að framan eru auðvitað bara hluti þeirra teiknuðu og handgerðu mynda sem væntanlegar eru á árinu 2018 en umfjöllun um allar hinar bíður næstu blaða. Fyrsta mynd Bradleys Cooper sem leikstjóra er væntanleg í bíó í maí og heitir A Star is Born. Hún er eins og nafnið bendir til byggð á samnefndri mynd frá árinu 1937 sem naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma og sagði frá ungri konu sem kemur til Hollywood að freista gæfunnar. En leiðin á toppinn reynist ekki eins greið og hún var að vona og sá eini sem vill hjálpa henni er sjálfur útbrunninn leikari og alkóhólisti sem virðist í fyrstu ekki líklegur til afreka fyrir hennar hönd. Eins og þeir vita sem þekkja til eldri mynda hefur þessi tiltekna saga nokkrum sinnum verið kvikmynduð og eru þekktustu útgáfurnar frá 1954 með Judy Garland og James Mason í aðalhlutverkum og svo frá árinu 1973 þar sem Barbra Streisand og Kris Kristofferson fóru með aðalhlutverkin. Í nýju myndinni eru það þau Bradley Cooper sjálfur og Bonnie Somerville sem fara með þessi hlutverk og verður gaman að sjá útkomuna, en sagan er einstaklega góð og vonandi hefur Bradley tekist vel upp með gerð þessarar myndar. Robert Zemeckis, sem slær vart feilnótu í kvikmyndagerð, er nú að leikstýra sinni næstu mynd en hún heitir The Women of Marwen og er fantasía sem sækir innblásturinn í sannsögulega atburði. Aðalpers- ónan er listamaðurinn og ljósmynd- arinn Mark Hogancamp sem lenti í því í apríl árið 2000 að fimm menn réðust á hann og börðu hann nánast til ólífis. Mark lifði þó af og eftir að hafa verið í dái í níu daga vaknaði hann á sjúkrahúsi gjörsamlega minnislaus. Í ljós kom að hann hafði orðið fyrir heilaskemmdum og eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í 40 daga í viðbót þurfti hann að byggja líf sitt frá grunni. Til þess greip hann til óvenjulegra ráða sem áttu eftir að vekja mikla athygli en um þau gerði kvikmyndagerðarmaðurinn Jeff Malmberg heimildarmyndina Marwencol árið 2010. Sú mynd hlaut fjölmörg verðlaun og er á meðal bestu heimildarmynda þess árs. Með aðalhlutverkið í mynd Roberts, hlutverk Marks Hogancamp, fer Steve Carell og í öðrum stórum hlutverkum eru Diane Kruger, Eiza González, Gwendoline Christie, Leslie Mann og Matt O’Leary, auk eiginkonu Roberts, Leslie Zemeckis. Myndina á að frumsýna í nóvember á næsta ári og það má alveg reikna með að hún eigi eftir að verða ein af myndum ársins 2018. Þeir sem vilja kynna sér söguna betur ættu að kíkja á áðurnefnda heimildarmynd.