Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 Bíó | Page 30

Ferdinand Jólateiknimyndin í ár! Teiknimyndin um stóra, sterka en góðhjartaða nautið Ferdin- and er frá þeim sömu og gerðu Ísaldar- og Rio-myndirnar og er byggð á þekktustu sögu rithöfundarins Munros Leaf sem gaf hana út árið 1936 með teikningum eftir Robert Lawson. Allt frá því að nautið Ferdinand var kálfur hefur hann verið ólíkur öðrum nautum. Á meðan aðrir kálfar vildu helst stangast á og létu sig dreyma um að komast í nautaatshringinn í Madrid hafði Ferdinand mun meiri áhuga á að njóta náttúrunnar, blómanna og litanna sem umhverfi hans býður upp á, auk þess sem hann getur ekki hugsað sér að gera flugu mein. En örlögin haga því samt svo að Ferdinand er fyrir misskilning sendur til Madridar til að berjast og verður með aðstoð nokkurra félaga sinna að losa sig úr ánauðinni og finna leiðina heim áður en það er orðið of seint ... Ferdinand verður fumsýnd á annan dag jóla og er kjörin fjölskyldu- skemmtun, ljúf, fyndin, leiftrandi fjörug og hæfilega spennandi. Ferdinand Punktar .................................................... Teiknimynd 94 mín Íslensk talsetning: Hjörtur Jóhann Jónsson, Sigríður Eyrún Friðriks- dóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Jón Stefán Kristjánsson, Orri Huginn Ágústsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ævar Þór Benediktsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason o.fl. Leikstjórn: Rósa Guðný Þórsdóttir Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóið Álfa- bakka, Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó, Skjaldborgarbíó, Ísafjarðarbíó, Króksbíó, Bíóhöllin Akranesi og Eyjabíó Frumsýnd 26. desember 30 Myndir mánaðarins Ferdinand verður sýnd með íslensku og ensku talsetningunni, en einnig með pólskri talsetningu og er það í fyrsta sinn sem upp á það hefur verið boðið í íslensku kvikmyndahúsi. l