Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 Bíó | Page 20

Jigsaw Sannleikurinn verður ekki grafinn Ráðgátan um Jigsaw-morðingjann svokallaða og ástæðurnar fyrir morðæði hans var ráðin fyrir nokkrum árum þegar í ljós kom hver hann var í raun og veru og hvað vakti fyrir honum. En var morðsagan þar með öll sögð eða býr hér meira að baki? Jigsaw er sjálfstætt framhald af Saw-seríunni sem hrollvekjumeist- arinn James Wan hleypti af stokkunum árið 2004. Hún segir frá því þegar rannsókn lögreglu á nokkrum óhugnanlegum morðum leiðir í ljós að allar aðstæður og aðferðir sem morðinginn hefur notað til að murka lífið úr fórnarlömbunum benda ótvírætt til að þar sé á ferðinni enginn annar en John Kramer, öðru nafni Jigsaw, sem gerði lögreglunni lífið leitt fyrr á árum með hefndarmorðum sínum. Vandamálið við þessa kenningu er að John er búinn að vera undir grænni torfu í tíu ár þannig að annað hvort er hann risinn upp frá dauðum eða morðinginn, hver sem hann er, gjörþekkir að- ferðir hans svo vel að hann hlýtur að hafa haft aðgang að öllum smáatriðum í rannsóknargögnum lögreglunnar á sínum tíma – nú, eða að hann hafi hreint og beint þekkt Jigsaw og aðferðir hans betur en nokkur annar og vilji nú halda áfram með áætlun hans ... Jigsaw Tryllir / Ráðgáta 92 mín Aðalhlutverk: Callum Keith Rennie, Clé Bennett, Matt Passmore, Hannah Emily Anderson, Tobin Bell, Laura Vandervoort, Mandela Van Peebles, Jesse Plemons og Paul Braunstein Leikstjórn: Michael og Peter Spierig Bíó: Laugarásbíó, Háskólabíó, Sambíóið Keflavík og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 1. desember Callum Keith Rennie og Clé Bennett leika rannsóknarlögreglumennina Halloran og Keith sem glíma við að ráða gátuna áður en fleiri láta lífið. Punktar .................................................... Leikstjórar myndarinnar eru þýsku bræðurnir Peter og Michael Spierig, en þeir hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir góð og fersk tök sín á spennumyndaforminu og eiga m.a. að baki myndirnar Daybreakers frá árinu 2009 og Predestination sem var frumsýnd 2014. Þessar myndir fóru ekki mjög hátt en fengu afar góða dóma, sérstaklega sú síðarnefnda sem margir telja reyndar eina bestu og frumlegustu vísindaskáldsögu ársins 2014. l Þótt sagan í Jigsaw gerist tíu árum eftir að John Kramer dó er að finna í henni afturhvarf til fortíðarinnar sem kemur á óvart! l Þau Ryan, Mitch og Anna eru hluti af þeim hóp í myndinni sem lendir í dauðagildru hins óþekkta morðingja. Lifa þau af? Veistu svarið? Tobin Bell, sem leikur hér á ný morðingjann John Kramer, hóf leikferilinn með leik í heimsfrægum myndum leikstjóranna Sydneys Pollack, Sidneys Lumet og Alans J. Pakula sem allar voru tilnefndar til fimm Óskarsverðlauna árið 1983. Hvaða myndum? Tootsie, The Verdict og Sophie’s Choice. 20 Myndir mánaðarins