Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 Bíó | Page 18

Daddy ’ s Home 2
Fleiri pabbar – enn meiri vandræði
Jólin eru á næsta leyti og þeir Dusty og Brad hafa náð sáttum eftir að hafa eldað saman grátt silfur í fyrri myndinni , auk þess sem Dusty er í raun kominn í stöðu Brads eftir að hafa kvænst Karen sem á dóttur með fyrrverandi eiginmanni sínum , Roger . Nú hlakka þeir bjartsýnir til jólanna en sú bjartsýni fer fyrir lítið þegar feður þeirra koma í heimsókn og Roger snýr aftur heim !
Það muna sjálfsagt flestir sem fylgjast með bíómyndum eftir gamanmyndinni Daddy ’ s Home sem var frumsýnd í janúar 2016 og gerði það gott . Þegar upp var staðið hafði hún rakað saman um 247 milljón dollurum og það varð strax ljóst að gert yrði framhald . Hér er það svo komið og verður frumsýnt þann 1 . desember . Leikstjóri og handritshöfundur er sá sami ásamt velflestum leikurum , en á meðal nýrra leikara eru Mel Gibson og John Lithgow sem leika feður Dustys og Brads , Kurt og Don , og John Cena sem leikur Roger .
Það ætti ekki að koma neinum á óvart að þeir Kurt og Don eru gerólíkir að upplagi , rétt eins og synir þeirra , og í hönd fer jólahátíð sem að sjálfsögðu á eftir að fara úr böndunum á ýmsan spaugilegan hátt , ungviðinu í myndinni og áhorfendum til mikillar skemmtunar .
Daddy ’ s Home 2 Gamanmynd 100 mín
Aðalhlutverk : Will Ferrell , Mark Wahlberg , Mel Gibson , John Lithgow , Linda Cardellini , Alessandra Ambrosio og John Cena Leikstjórn : Sean Anders Bíó : Sambíóin Álfabakka , Kringlunni , Egilshöll , Akureyri og Keflavík , Smárabíó , Selfossbió , Eyjabíó , Ísafjarðarbíó , Bíóhöllin Akranesi , Króksbíó og Skjaldborgarbíó
Frumsýnd 1 . desember
Mark Wahlberg og Will Ferrell leika sem fyrr þá Dusty og Brad og ...
Punktar .................................................... l Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Sean Anders sem fyrir utan fyrri Daddy ’ s Home-myndina á að baki myndirnar Never Been Thawed , Sex Drive , That ’ s My Boy og Horrible Bosses 2 . Þess utan skrifaði hann handritin að myndunum Hot Tub Time Machine , Mr . Popper ’ s Penguins , We ’ re the Millers og Dumb and Dumber To .
... feðurnir Kurt og Don eru leiknir af Mel Gibson og John Lithgow .
Veistu svarið ? John Lithgow á langan og farsælan leikferil að baki , en hann hefur tvisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna , fyrir leik í myndinni Terms of Endearment og fyrir leik á móti Robin Williams árið 1984 í frægri mynd sem George Roy Hill leikstýrði . Hvaða mynd ?
Aðalleikhópurinn saman kominn þegar myndin var forsýnd í Bandaríkjunum en þetta eru þau Mel Gibson , Alessandra Ambrosio , Mark Wahlberg , Linda Cardellini , Will Ferrell , John Lithgow og John Cena ásamt krökkunum Scarlett Estevez , Owen Vaccaro og Didi Costine .
18 Myndir mánaðarins
The World According to Garp .