Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 Bíóhluti | Page 10

Bíófréttir – Væntanlegt
Brie Larson er Captain Marvel
Velgengni Marvel-myndanna átján sem hafa verið frumsýndar á síðastliðnum tíu árum hefur verið mikil og minnkaði ekki með átjándu myndinni , Black Panther , sem er þegar þetta er skrifað orðin tólfta vinsælasta mynd allra tíma með tekjur upp á tæplega 1,3 milljarða dollara og er enn að bæta við sig . Þann 27 . apríl bætist svo nítjánda myndin við , sem jafnframt er þriðja Avengers-myndin , en sú síðasta , Age of Ultron , halaði inn tæplega 1,5 milljarða dollara sem setur hana í sæti sjö á listanum yfir tekjuhæstu myndir sögunnar . Síðan líða ekki nema þrjár vikur í næstu frumsýningu , þ . e . Deadpool 2-myndina sem einnig er reiknað með að eigi eftir að njóta mikilla vinsælda þótt hún nái sennilega ekki að slá aðsóknarmet ofangreindra mynda þar sem hún er ólíkt þeim bönnuð innan 16 ára .
Á næstu mánuðum er síðan von á mörgum ofurhetjumyndum bæði frá Marvel og öðrum og má þar nefna Ant-Man and the Wasp sem frumsýnd verður í júlí , Venom sem frumsýnd verður í október , nýju X-Men-myndina Dark Phoenix sem kemur í nóvember , Aquaman í desember , Hellboy í janúar og enn eina X-Men-mynd í febrúar , The New Mutants , áður en kemur að Captain Marvel í mars á næsta ári sem um leið er fyrsta Marvelmyndin þar sem aðal-ofurhetjan er kvenkyns . Það er Óskarsverðlaunahafinn Brie Larson ( Room ) sem hreppti það hlutverk og hvort hún eigi eftir að gera það jafngott og Gal Gadot í titilhlutverki Wonder Woman skal ósagt látið en því er ekki að neita að hún tekur sig vel út í búningnum . Ekkert hefur verið látið uppi um söguþráðinn annað en að um upprunasögu er að ræða en vitað er að Ben Mendelsohn mun leika vonda kallinn og að Jude Law leikur hinn undarlega Walter Lawson , eða Mar-Vell öðru nafni , en hann er jafnframt hinn upprunalegi Captain Marvel . Samuel L . Jackson mætir einnig í hlutverki gamals kunningja , Nicks Fury , sem í þetta sinn verður tvíeygður enda gerist sagan áður en hann missir annað augað .
Ready Player One lofar góðu
Ævintýramynd Stevens Spielberg , Ready Player One , sem byggð er á samnefndri bók eftir Ernest Cline , verður frumsýnd nokkrum dögum eftir að þetta blað kemur út og verður því ein af aðal-páskamyndum ársins . Þegar er þó búið að forsýna hana á nokkrum stöðum og er skemmst frá því að segja að þegar þetta er skrifað hafa yfir tvö þúsund almennir áhorfendur gefið henni 8,1 í einkunn á Imdb . com og hún er með 9,8 í einkunn á Rotten Tomatoes frá rúmlega átta þúsund notendum . Það var svo sem ekki við öðru að búast en að myndin fengi fína dóma og verður spennandi að sjá hvernig henni á eftir að vegna í apríl . Myndin hér fyrir ofan var tekin 19 . mars þar sem þau Steven og þrír af aðalleikurunum , Tye Sheridan , Olivia Cooke og Lena Waithe , voru saman komin á forsýningunni í London .
Luke og Deckard snúa bökum saman
Eins og þeir vita sem fylgst hafa með Fast and Furious-seríunni þá hafa þeir Luke Shaw , sem Dwayne Johnson leikur , og Deckard Shaw sem Jason Statham leikur , ekki verið neinir perluvinir fram að þessu , þvert á móti . Það virðist ætla að breytast í myndinni Hobbs and Shaw sem komin er í fulla framleiðslu og til stendur að frumsýna 19 . júlí á næsta ári . Í henni er Luke sagður hóa í Deckard þegar hann þarf á aðstoð að halda í máli tengt glæpamönnum sem ætla sér að leggja efnahag Bandaríkjanna í rúst .
Þess má geta þar sem við erum að tala um Dwayne Johnson að hann mun einnig birtast á næsta ári í titilhlutverki myndarinnar Black Adam , en sá er einn af antihetjum DC-comics og um leið einn af aðalóvinum Captains Marvel !
10 Myndir mánaðarins