Myndir mánaðarins Október 2018 tbl. 297 Bíóhluti - Page 22

First Man Ferðin til tunglsins First Man er nýjasta mynd hins margverðlaunaða Óskarsverð- launahafa Damiens Chazelle sem gerði m.a. myndirnar Whip- lash og La La Land. Hér segir hann okkur söguna af Neil Arm- strong sem varð fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið. Fyrir utan að vera ákaflega áhrifarík er First Man stórvirki að því leyti að áhorfendum finnst í raun að þeir séu þátttakendur í hinni mögnuðu tunglferð – sem enginn gat vitað með vissu hvort myndi heppnast þannig að Neil og félagar hans næðu aftur til Jarðar ... Ryan Gosling leikur geimfarann Neil Armstrong sem þann 20. júlí 1969 varð fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið. Punktar .................................................... HHHHH - Globe & Mail HHHHH - Empire HHHHH - Variety HHHHH - N.Y. Magazine HHHH 1/2 - Entertainment Weekly HHHH 1/2 - IndieWire HHHH 1/2 - The Hollywood Reporter First Man Sannsögulegt l 141 mín Aðalhlutverk: Ryan Gosling, Claire Foy, Jason Clarke, Pablo Schreiber, Ciarán Hinds, Christopher Abbott, Kyle Chandler, Corey Stoll og Lukas Haas Leikstjórn: Damien Chazelle Bíó: Laugarásbíó, Háskólabíó, Sambíóin Kringlunni og Keflavík og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 12. október Veistu svarið? Þeir eru margir sem þegar hafa gert því skóna að Ryan Gosling verði tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í First Man og yrði það þá hans þriðja tilnefning. Ryan var tilnefndur fyrir La La Land eins og flestir vita, en hver var hin myndin? Myndir mánaðarins Myndin er byggð á bók sagnfræðiprófessorsins og rithöfundarins James R. Hansen, First Man: The Life of Neil A. Armstrong, sem kom út árið 2005 og var skrifuð með fullu samþykki Neils sem fyrir utan að veita James viðtöl veitti honum óskoraða heimild til að afla sér hverra þeirra upplýsinga um sig sem hann vildi. Bókin varð því eins sann- ferðug og framast var kostur um Neil og persónu- legt líf hans, bæði fyrir og eftir tunglferðina. l Corey Stoll og Lukas Haas leika þá Buzz Aldrin og Michael Collins, ferðafélaga Neils í hinni sögulegu ferð til tunglsins. Half Nelson. 22 Þegar þetta er skrifað hefur First Man verið sýnd á þremur kvik- myndahátíðum og hlotið frábæra dóma eins og sést á stjörnugjöf- inni hér fyrir ofan. Það má því alveg gera ráð fyrir að myndin verði ein þeirra sem keppa munu um helstu kvikmyndaverðlaun ársins.