Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 Bíó - Page 29

The Foreigner Hefnd er eina réttlætið Eftir að yngsta og eina eftirlifandi dóttir veitingastaðareig- andans Quangs lætur lífið í sprengjuárás IRA í London leitar hann bæði til lögreglunnar og leyniþjónustunnar til að fá það uppgefið hverjir séu grunaðir um verknaðinn, enda ákveðinn í að ganga á milli bols og höfuðs á þeim sjálfur – sem allra fyrst. The Foreigner er byggð á bók breska rithöfund- arins Stephens Leather, The Chinaman, sem kom út árið 1992. Í bókinni var aðalpersónan maður sem hafði barist á móti víet kong-skæruliðunum í Víetnam-stríðinu en misst um leið alla fjölskyldu sína nema yngstu dótturina sem var kornabarn. Eftir stríðið fluttist hann til London þar sem hann kom sér upp arðbæru veitingahúsi og ól dóttur sína síðan upp í – að því er hann hélt – öryggi. Það verður honum því ólýsanlega þungbært að missa hana líka en um leið hefur hann skyndilega engu að tapa lengur og eftir að yfirvöld neita að veita honum þær upplýsingar sem hann vill fá sér hann ekki neitt annað í stöðunni en að grípa til sinna eigin ráða ... The Foreigner Spenna / Hasar 114 mín Aðalhlutverk: Jackie Chan, Pierce Brosnan, Charlie Murphy, Michael McElhatton, Orla Brady, Katie Leung, Thusitha Jayasundera og Simon Kunz Leikstjórn: Martin Campbell Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 27. október Jackie Chan leikur Quan sem finnur á sér að eitthvað illt er yfirvofandi en er of seinn til að bjarga lífi dóttur sinnar. Punktar .................................................... Leikstjóri myndarinnar er Martin Campbell sem m.a. leikstýrði James Bond-myndunum Casino Royale og Goldeneye, The Mask of Zorro, The Legend of Zorro, Edge of Darkness og Vertical Limit. l Þótt Jackie Chan sé orðinn 63 ára er hann í toppformi og fram- kvæmir sem fyrr flest sín áhættu- og slagsmálaatriði sjálfur. Hér kveður þó við nýjan tón í mynd sem hann leikur í því flestar hafa þær hingað til verið á léttum nótum. Svo er ekki í þetta sinn því The Foreigner er nokkurn veginn mitt á milli þess að vera Rambo- og James Bond-mynd og verður gaman að sjá útkomuna 13. október. l Herþjálfun Quangs á eftir að koma honum vel í baráttunni. Veistu svarið? Jackie Chan á eins og flestir vita langan kvik- myndaferil að baki en hann lék í sinni fyrstu mynd aðeins átta ára að aldri árið 1962. Rétt nafn hans er í raun Kong-sang Chan og hann fæddist í Hong Kong en ólst að miklu leyti upp í hvaða öðru landi? Pierce Brosnan leikur Liam Hennessy sem neitar að gefa Quan upplýsingar um hverjir það eru sem grunaðir eru um hryðjuverkið. Ástralíu. Myndir mánaðarins 29