Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 Bíó - Page 24

Happy Death Day Til hamingju með afmælið – eða þannig Tree Gelbman er ung kona sem vaknar upp í ókunnugu rúmi á skólavist og botnar ekkert í hvernig hún komst þangað. Um það þýðir þó lítið að hugsa því Tree á afmæli í dag og drífur sig bara heim. Dagurinn breytist hins vegar í skelfingu um kvöld- ið þegar á hana er ráðist og hún er myrt á hrottalegan hátt af grímuklæddum fanti. En um leið og Tree deyr vaknar hún upp aftur í ókunnuga rúminu á skólavistinni að morgni afmælis- dagsins – eins og þetta hafi allt saman verið draumur. Þannig byrjar þessi tryllir leikstjórans Christophers Landon sem leikstýrði síðast hinu þrælskemmtilega uppvakningagríni Scouts Guide to the Zombie Apocalypse og leikur sér hér með gamal- kunnugt stef um manneskju sem upplifir sama daginn aftur og aftur, rétt eins og gerðist í Groundhog Day og Edge of Tomorrow. Eftir að hafa gengið í gegnum sama hryllinginn nokkrum sinnum án þess að koma við vörnum áttar Tree sig á því að eina leiðin til að stöðva þennan tímahring sem hún er föst í og um leið koma í veg fyrir morðið á sjálfri sér er að hún uppgötvi upp á eigin spýtur hver morðinginn er og vinni á honum áður en dagur er að kvöldi kominn. En þetta plan er hægara sagt en framkvæmt ... Happy Death Day Tryllir Aðalhlutverk: Jessica Rothe, Israel Broussard, Ruby Modine, Rachel Matthews, Charles Aitken, Jason Bayle, Phi Vu og Donna Duplantier Leikstjórn: Christopher Landon Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Sambíóin og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 20. október Tree Gelbman hefur fulla ástæðu til að öskra oft og duglega í Happy Death Day enda sennilega lítið gaman að vakna í sífellu að morgni afmælisdags síns, bara til þess að vera myrt að kvöldi hans – og geta ekkert í því gert. Það er Jessica Rothe sem leikur Tree. Punktar .................................................... Þá sem leikur aðalhlutverkið í Happy Death Day, Jessicu Rothe, kannast þeir sennilega best við sem séð hafa sjónvarpsþættina Mary + Jane og Next Time on Lonny en hún lék einnig stórt hlutverk í La La Land og í myndunum Tribe og Summertime. l Stiklan úr Happy Death Day er mjög skemmtileg og það gæti alveg gerst að myndin verði einn af óvæntustu smellum ársins. l Tree reynir að fá aðstoð einhvers sem trúir upplifun hennar, en ... Veistu svarið? Segja má að leikstjóri Happy Death Day, Christopher Landon, hafi fyrst vakið verulega athygli í Hollywood þegar hann sendi frá sér handritið að myndinni Disturbia sem að margra mati reyndist svo einn besti tryllir ársins 2007. Hver lék aðalhlutverkið í Disturbia? ... það er ljóst að ekkert mun breytast fyrr en hún snýr á morðingjann. Shia LaBeouf. 24 Myndir mánaðarins