Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 Bíó - Page 12

Væntanlegt í nóvember Hver er morðinginn? Ein forvitnilegasta mynd nóvembermánaðar er nýjasta mynd Georges Clooney, Suburbicon, en hún er skrifuð af honum, Grant Heslov og Coen-bræðrunum Ethan og Joel. Myndin, sem er flokkuð sem satíra og glæpagrín, gerist á sjötta áratug síðustu aldar í bænum Suburbicon sem telur um 62 þúsund íbúa. Þar á meðal er náungi einn, Gardner (Matt Damon), sem ásamt mágkonu sinni Margaret (Julianne Moore) er á kafi í tryggingasvindli sem snýst um að innheimta líftryggingu eiginkonu Gardners, en hann er ekki saklaus af dauða hennar þótt hann hafi búið svo um hnútana að á hann félli ekki grunur. Hlutirnir byrja síðan að falla um sjálfa sig þegar þefvís tryggingarannsóknarmaður, Roger (Oscar Isaac), blandar sér í málið – og reynist ekki allur þar sem hann er séður. Morðið í Austurlandahraðlestinni er ein frægasta og vinsælasta saga rithöfund- arins og morðgátudrottningarinnar Agöthu Christie sem gaf hana út 1. janúar árið 1934. Sagan er um farþega Austurlandahraðlestarinnar svokölluðu, sem gekk á milli Istanbúl og Parísar á þeim tíma sem bókin var skrifuð, og raunum þeirra þegar einn af þeim er myrtur á miðri leið. Ljóst er að morðið á eftir að valda miklum töfum fyrir farþegana en sem betur fer er belgíski morðgátusérfræðingurinn Hercule Poirot um borð og tekur að sér að leysa gátuna áður en lögreglunni verður blandað í málið. Sagan sló þegar í gegn á sínum tíma, hefur verið sett upp í leikritsformi ótal sinnum og nokkrum sinnum kvikmynd- uð, en frægust af þeim myndum er sú sem gerð var árið 1974 og var með nokkrum af helstu kvikmyndastjörnum þess tíma í aðalhlutverkum. Sú mynd varð ein vinsælasta mynd ársins og fyrsta breska mynd sögunnar til að komast í toppsæti bandaríska aðsóknarlistans. Kenneth Branagh Hún hlaut enn fremur afar góða dóma og leikstýrir myndinni var tilnefnd til sex Óskarsverðlauna og tíu og leikur jafnframt BAFTA-verðlauna. Það verður gaman að Hercule Poirot. sjá hvort þessi nýja mynd muni njóta jafn- mikillar hylli þegar hún kemur í bíó í nóvember, en hvernig sem það fer þá er alveg ljóst að hún verður góð bíóskemmtun. Johnny Depp leikur hinn dularfulla Samuel Ratchett. 12 Myndir mánaðarins Leikstjórinn George Clooney ásamt Julianne Moore og Matt Damon sem leika tvö af þremur stærstu hlutverkunum í Suburbicon. Í byrjun árs árið 1974 sendi leik- stjórinn Michael Winner frá sér myndina Death Wish með Charles Bronson í hlutverki manns, Pauls Kersey, sem eftir að glæpamenn myrða eiginkonu hans ákveður að skera upp sína eigin herör gagnvart öllum misindismönnum sem hann sér á strætum New York-borgar og hreinlega skjóta þá alla. Myndin varð smellur en vakti í leiðinni upp harðar og langvarandi deilur, annars vegar vegna þess hversu Bruce Willis leikur Paul ofbeldisfull hún var (sumir töluðu Kersey í Death Wish. um ofbeldisdýrkun) og hins vegar um rétt manna til að taka lögin í sínar eigin hendur eins og Paul Kersey gerði í henni. Sýndist sitt hverjum en Bronson, sem fram að því var best þekktur fyrir leik í myndinni The Great Escape, kom út úr þessu öllu sem stórstjarna. Lengi hefur staðið til að endurgera þessa mynd og í nóvember er komið að frumsýningu hennar. Það er Bruce Willis sem leikur Paul Kersey í leikstjórn Elis Roth og það verður fróðlegt að sjá hvort endurgerðin eigi eftir hreyfa jafn hressilega við fólki og sú eldri gerði.