Myndir mánaðarins Nóvember 2018 tbl. 298 Bíómyndir - Page 29

Creed II Barist til síðasta dropa Hinn nýkrýndi heimsmeistari í léttþungavigt í hnefaleikum, Adonis Creed, snýr aftur í hringinn, þvert á ráðleggingar Rockys Balboa, þegar hinn rússneski Viktor Drago skorar á hann, en Viktor er sonur Ivans Drago sem sigraði föður Adonis, Apollo Creed, fyrir rúmum 30 árum og banaði honum um leið. Creed II er, eins og allir sem fylgjast með kvikmyndum vita og heitið ber með sér, framhald gæðamyndarinnar Creed sem var frumsýnd 2015 og hlaut fjölda verðlauna, þ. á m. Golden Globe-verðlaunin fyrir leik Sylvesters Stallone í hlutverki Rocky Balboa, 40 árum eftir að hann lék hann fyrst í Óskarsverðlaunamyndinni Rocky. Um leið er Creed II í raun áttunda myndin í Rocky-kvikmyndaseríunni. Í þetta sinn snýr gamall andstæðingur Rockys til baka, hinn rúss- neski Ivan Drago (Dolph Lundgren) sem Rocky hafði tekist að sigra eftir að hann hafði orðið vini Rockys og fyrrverandi heimsmeistara, Apollo Creed, að bana í hringnum. Með í för er sonur Ivans, Viktor Drago, sem hefur skorað á Adonis Creed, son Apollos, í bardaga, og er bersýnilega staðráðinn í að ganga frá honum í eitt skipti fyrir öll ... Creed II Drama / Hnefaleikar Aldurstakmark og lengd ekki fyrirliggjandi fyrir prentun. Aðalhlutverk: Michael B. Jordan, Sylvester Stallone, Tessa Thompson, Dolph Lundgren, Florian Munteanu, Phylicia Rashad og Milo Ventimi- glia Leikstjórn: Steven Caple Jr. Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhúsið Selfossi, Eyjabíó, Króksbíó og Skjaldborgarbíó Frumsýnd 30. nóvember Michael B. Jordan snýr aftur sem heimsmeistarinn í léttþunga- vigt, Adonis Creed, sem nú ætlar að berjast við sinn erfiðasta andstæðing til þessa, hinn ofursterka og ósigraða Viktor Drago. Punktar .................................................... Leikstjóri myndarinnar er Steven Caple Jr. sem fyrir utan nokkrar verðlaunastuttmyndir á að baki bíómyndina The Land sem m.a hlaut Black Reel-kvikmyndaverðlaunin í fyrra fyrir handrit Stevens. l Ryan Coogler, sem leikstýrði fyrri Creed-myndinni, snýr aftur sem framleiðandi þessarar myndar og skrifaði einnig handritið ásamt Sylvester Stallone og Juel Taylor. l Andstæðingur Adonis í þetta sinn er tröllið Viktor Drago, sonur Ivans Drago, en hann er leikinn af hnefaleikamanninum Florian Munteanu. Veistu svarið? Creed II gerist 33 árum eftir að þeir Apollo Creed, faðir Adonis, og Ivan Drago, faðir Viktors, börðust í hringnum með þeim afleiðingum að Apollo lét lífið. En í hvaða mynd gerðist það? Rocky Balboa, sem Sylvester Stallone leikur hér á ný, gerir að sjálf- sögðu sitt besta í að undirbúa Adonis undir bardagann mikla. Rocky IV. Myndir mánaðarins 29