Myndir mánaðarins Janúar 2018 tbl. 288 Bíó - Page 28

Paddington 2 Sami bangsinn – nýtt ævintýri Önnur bíómyndin um góðhjartaða, ljúfa en dálítið óheppna bangsann Paddington er snilldarverk eins og fyrri myndin og um leið alveg dásamleg bíóskemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Í þessari nýju mynd um bangsann Paddington lendir hann í mikilli klemmu þegar óprúttinn þjófur stelur fágætri bók sem Padding- ton ætlaði að kaupa til að gefa frænku sinni í afmælisgjöf. Þjófurinn lætur sig svo hverfa á dularfullan hátt en með þeim afleiðingum að lögreglan heldur að Paddington sé þjófurinn. Svo er nú aldeilis ekki en þangað til Paddington getur hreinsað af sér sakirnar er honum stungið í fangelsi. Þar eignast hann fljótlega marga góða vini sem eiga áreiðanlega eftir að hjálpa honum að hafa uppi á hinum rétta þjófi og endurheimta bókina góðu úr höndum hans ... Í þessu nýja ævintýri lendir Paddington í fangelsi fyrir misskilning en er auðvitað ekki lengi að vinna alla fangana á sitt band. Paddington 2 Punktar .................................................... Ævintýri 103 mín Íslensk talsetning: Sigurður Þór Óskarsson, Orri Huginn Ágústsson, Steinn Ármann Magnússon, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Hjálmar Hjálm- arsson, Arnar Jónsson, Viktor Már Bjarnason, Júlía Hannan, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, Aron Máni Tómasson, Laddi o.m.fl. Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri og og Sambíóið Keflavík Frumsýnd 12. janúar Paddington með gjöfina góðu, bókina sem hann ætlar að gefa frænku sinni í afmælisgjöf. En svo er bókinni stolið úr búðinni og það versta er að lögreglan telur Paddington vera þjófinn! 28 Myndir mánaðarins HHHHH - Empire HHHHH - Time Out HHHHH - Screen HHHH 1/2 - Variety HHHH 1/2 - Wrap HHHH - H. Reporter HHHH - Guardian HHHH - Telegraph HHHH - Total Film Paddington 2 hefur eins og sést á stjörnugjöfinni hér fyrir ofan hlotið frábæra dóma gagnrýnenda sem eru samhljóða um að hún sé a.m.k. jafn góð og fyrri myndin, ef ekki betri og enn fyndnari. l