Myndir mánaðarins Júní 2017 tbl. 281 bíóhluti - Page 4

Myndir mánaðarins Ofurkonan og aðrar myndir Það bíða sjálfsagt margir spenntir eftir forsíðumynd mánaðarins að þessu sinni, Wonder Woman, en hún er fyrsta ofurhetjumyndin þar sem aðalpersónan er kona síðan myndin Elektra með Jennifer Garner í titilhlutverkinu var frumsýnd árið 2005. En það eru fleiri gæðamyndir á dagskrá mánaðarins eins og glögg- lega má sjá á listanum hér fyrir neðan. Í þetta sinn eru gamansamar myndir mest áberandi en þarna leynist líka múmíutryllir með Tom Cruise, síðasta myndin sem Michael Bay leikstýrir í Transformers- seríunni og nýjasta mynd Edgars Wright, Baby Driver. ...verðlaunin fyrir besta bíónammið fær En dagskráin í júní lítur annars svona út: 1. júní 1. júní 7. júní 14. júní 15. júní 21. júní 21. júní 28. júní 28. júní Wonder Woman Baywatch The Mummy Rough Night Bílar 3 Transformers: The Last Knight How to Be a Latin Lover Baby Driver The House Bls. 14 Bls. 16 Bls. 18 Bls. 20 Bls. 22 Bls. 24 Bls. 26 Bls. 28 Bls. 30 Við viljum svo eins og venjulega einnig vekja athygli lesenda á DVD- og VOD-útgáfuni sem kynnt er hinum megin í blaðinu, auk þriggja nýrra tölvuleikja. Svo óskum við bara öllum gleðilegrar þjóðhátíðar 17. júní og við sjáumst aftur í næsta blaði sem kemur út í lok júní. - Ritstjóri. Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna? Finndu þá gíraffann og taktu þátt í leiknum! Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna pínulítinn gíraffa sem villst hefur inn á eina síðuna hér bíómegin í blaðinu og lítur út eins og þessi: Ef þú finnur gíraffann og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með skilaboðum, þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem gíraffinn er. Ekki gleyma að hafa fullt heimilisfang og póstnúmer með svarinu. TM Frestur til þátttöku er til og með 21. júní. Valið verður af handahófi úr réttum lausnum fljótlega eftir það og verða nöfn vinningshafa síðan birt á Facebook-síðunni okkar og í næsta tölublaði. Vinningshafar í síðasta leik, finndu stjörnuna: Pétur Gauti Ottesen Pétursson, Eiríksgötu 33, 101 Reykjavík Dagný Sara Viðarsdóttir, Búðarbraut 12, 370 Búðardal Reynir Snær Skarphéðinsson, Hlíðarási 8, 221 Hafnarfirði Dagný Rós Hlynsdóttir, Kambaseli 59, 109 Reykjavík Kristný Ásta Ásdísardóttir, Stóra-Hálsi, 801 Selfossi Takk fyrir þátttökuna! MYNDIR MÁNAÐARINS 281. tbl. júní 2017 Útgefandi: Myndmark, Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 581-1433 Heimasíða: www.myndirmanadarins.is Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / myndmark@islandia.is Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson / gbergur@gmail.com Próförk: Veturliði Óskarsson Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 22.000 eintök 4 Myndir mánaðarins Litríkt bíónammi