Myndir mánaðarins Júní 2017 tbl. 281 bíóhluti - Page 30

The House Peningar eru ekki allt Gamanmyndin The House er fyrsta mynd Andrews J. Cohen sem leikstjóra en hann skrifaði ásamt félaga sínum Brendan O'Brien handritin að Bad Neighbours-myndunum og myndinni skemmtilegu Mike and Dave Need Wedding Dates. Þeir sem séð hafa þær myndir geta áreiðanlega gert sér í hugarlund hvaða léttgeggjaði húmor er hér á ferðinni. The House segir frá hjónunum Scott og Kate Johansen sem verða alveg miður sín þegar villa í heimilisbókhaldinu leiðir í ljós að þau eiga ekki fyrir háskólanámi dóttur sinnar, sem er þó þegar búin að fá inngöngu. Til að bjarga málunum með hraði ákveða þau hjón (eftir að hafa reynt ýmislegt löglegt) að starta spilavíti í húsi sínu þrátt fyrir að viðurlög við því gætu kostað þau 20 ár í fangelsi. Þann séns verða þau samt sem áður að taka. Það ríkja miklir kærleikar með meðlimum Johansen-fjölskyldunnar, þeirra Kate, Scotts og dótturinnar Alex og alveg óhugsandi að Alex komist ekki í háskólanám vegna peningaskorts foreldranna. The House Gamanmynd 88 mín Aðalhlutverk: Will Ferrell, Amy Poehler, Allison Tolman, Jason Mantzoukas, Andrea Savage, Ryan Simpkins og Andy Buckley Leikstjórn: Andrew Jay Cohen Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó Frumsýnd 28. júní Punktar .................................................... Sá sem leikur Frank, vin Johansen-hjónanna, Jason Matzounkas, hefur um árabil notið mikilla vinsælda sem uppistandsgrínari í Bandaríkjunum en er sennilega þekktastur hér á landi fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Parks and Recreation þar sem hann lék einmitt á móti Amy Poehler. l The House er fyrsta myndin af þremur sem verða frumsýndar á árinu og Will Ferrell leikur eitt aðalhlutverkið í. Sú næsta nefnist Zeroville og er eftir James Franco, byggð á samnefndri metsölu- skáldsögu Steves Erickson og sú þriðja er myndin Daddy's Home 2 þar sem þeir Brad Whitaker (Will) og Dusty Mayron (Mark Wahl- berg) munu á ný takast á um föðurhlutverkið. Sú mynd er væntanleg í bíó í lok nóvember en Zeroville á að frumsýna í september. l Eftir að þau Scott og Kate komast að fjárhagsskorti sínum reyna þau ýmislegt til að afla tekna í hvelli. Þær mistakast. Veistu svarið? Þau Will Ferrell og Amy Poehler hafa verið góðir vinir lengi og unnið mikið saman í Saturday Night Life-þáttunum auk þess sem þau hafa leikið saman áður í einni bíómynd sem var frumsýnd árið 2007. Hvaða mynd? Peningar, peningar, peningar, þeir eru það sem allt snýst um þegar upp er staðið – eða hvað? Hér hafa þau Scott og Kate dottið í lukkupottinn ásamt vini sínum Frank (Jason Mantzoukas). Eða er þetta draumur? Blades of Glory. 30 Myndir mánaðarins