Myndir mánaðarins Júní 2017 tbl. 281 bíóhluti - Page 29

FULLKOMNASTI KVIKMYNDASALUR LANDSINS JÚNÍ 2017 SMÁRABÍÓ FRUMSÝNIR FULLKOMNUSTU SÝNINGARTÆKNI HEIMS Fullkomnustu myndgæði heims Fullkomnustu hljómgæði heims Fullkomnari aðstaða Flagship Laser 4K sýningartæknin frá Barco er sú besta sem völ er á í veröldinni. Aðeins 68 kvikmyndahús í heiminum öllum, þar af 22 kvikmyndahús í Evrópu, geta boðið gestum sínum upp á slík gæði. Smárabíó er eitt þeirra. Þú skynjar hreina byltingu í myndgæðum, skerpu og litrófi sem á eftir að breyta því hvernig þú upplifir kvikmyndir í bíó. Dolby Atmos er nýjasta og fullkomnasta tæknin frá þessum leiðtoga í kvikmynda- hljóði í heiminum. Með Dolby Atmos er engu líkara en þú sért inni í atburðarásinni miðri. Hljóðið flæðir allt í kring um þig og gefur kvikmyndaupplifuninni ómótstæðilegan raunveruleikablæ. Dolby Atmos hefur þannig áhrif að skynfærin vakna sem aldrei fyrr. Í sal með fullkomnustu sýningartækjum heims viljum við bjóða frábæra aðstöðu til að njóta myndarinnar. Við endurröðuðum sætunum svo þú fáir meira pláss og getir sem best notið myndarinnar í góðum félagsskap. Þess vegna settum við sætin tvö og tvö saman þannig að þú sért nær þeim sem þú ferð með í bíó en lengra frá öllum hinum. Njóttu þess besta með þeim bestu!