Myndir mánaðarins Júní 2017 tbl. 281 bíóhluti - Page 26

How to Be a Latin Lover Hvað gera menn ekki í neyð? Eftir að hafa lifað í sannkölluðum lúxus í 25 ár er Maximo sparkað af auðugri eiginkonu sinni sem ákveður að taka sam- an við yngri mann. Slyppur og snauður er Maximo því allt í einu á götunni og neyðist til að leita ásjár systur sinnar sem verður þvert á vilja sinn að skjóta yfir hann skjólshúsi þar til hann getur staðið á eigin fótum á ný. En hvenær gerist það? How to Be a Latin Lover er eftir stiklunni úr henni að dæma eldhress mynd og mjög fyndin og það má alveg reikna með að hún verði vinsæl í íslenskum kvikmyndahúsum þótt Íslendingar hafi sjálfsagt fæstir heyrt talað um aðalleikarann Eugenio Derbez áður. Hann er mikill grínisti og nýtur gríðarlegra vinsælda í Mexíkó og í Banda- ríkjunum þar sem hann hefur t.d. þegar fengið sína eigin stjörnu í Walk of Fame-gangstéttina á Hollywood Boulevard-breiðstrætinu, en slíka stjörnu fá menn ekki án afreka. Þeim sem vilja kynna sér myndina nánar er bent á að skoða sprenghlægilega stikluna. How to Be a Latin Lover Kallgreyið hann Maximo veit ekki hvað hann á að gera þegar hann kemst að því að eiginkona hans hefur haldið fram hjá honum með yngri manni og sparkar honum í kjölfarið eftir 25 ára hjónaband. Gamanmynd 115 mín Aðalhlutverk: Eugenio Derbez, Salma Hayek, Rob Lowe, Kristen Bell, Michael Cera, Rob Corddry, Rob Riggle og Raquel Welch Leikstjórn: Ken Marino Bíó: Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 21. júní Punktar .................................................... Eugenio Derbez hefur um árabil verið einn vinsælasti gamanleikari Mexíkó og jafnframt einn sá áhrifamesti í mexíkóskum kvikmynda- iðnaði, en hann hefur fyrir utan leikinn framleitt fjölda vinsælla mynda, skrifað þær og leikstýrt. Síðasta mynd hans, No se aceptan devoluciones, sló t.d. öll aðsóknarmet í Mexíkó og varð einnig tekjuhæsta mexíkóska mynd allra tíma utan heimalandsins. l Sá sem leikur Maximo ungan (22 ára) er í raun sonur Eugenios Der- bez, Vadhir Derbez, en hann þykir frábær leikari eins og faðirinn. l Leikstjóri How to Be a Latin Lover er Ken Marino sem er betur þekktur sem leikari enda sest hann hér í leikstjórastólinn í fyrsta sinn. Veistu svarið? Salma Hayek leikur systur Maximos í How to Be a Latin Lover en hún er einnig frá Mexíkó og sló fyrst í gegn í Bandaríkjunum árið 1995 þegar hún lék aðalhlutverkið á móti Antonio Banderas í mynd eftir Robert Rodriguez. Hvaða mynd? Eftir að hafa jafnað sig á skilnaðinum fær Maximo augastað á hinni auðugu Celestu sem leikin er af Raquel Welsh. Desperado. 26 Myndir mánaðarins