Myndir mánaðarins Júní 2017 tbl. 281 bíóhluti - Page 24

Transformers: The Last Knight Veldu þér hetju Fimmta og síðasta Transformers-myndin sem stórmyndakóng- urinn Michael Bay leikstýrir er sú dýrasta af þeim öllum og um leið ein dýrasta mynd kvikmyndasögunnar en hún er talin hafa kostað nálægt 300 milljónum dollara í framleiðslu. Það er alveg ljóst að aðdáendur þessarar geysivinsælu kvikmynda- seríu eiga von á góðu þegar myndin verður frumsýnd 21. júní en fyrir utan spennuna og hasarinn er Transformers: The Last Knight sögð tæknilegt afrek í alla staði og mikil veisla fyrir augu og eyru. Við förum ekki út í að segja frá því sem gerist í myndinni enda hefur söguþræðinum að miklu leyti verið haldið leyndum en samkvæmt orðróminum á hann eftir að koma áhorfendum verulega á óvart. Transformers: The Last Knight er sögð alveg gríðarlega tilkomumikil enda var ekkert til sparað við gerð hennar. Þeir sem kunnu að meta fyrri myndirnar fjórar geta því örugglega farið að láta sig hlakka til. Punktar .................................................... Transformers: The Last Knight Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Laura Haddock, Jerrod Carmichael, John Goodman, Isabela Moner, Anthony Hopkins, Josh Duhamel og Stanley Tucci Leikstjórn: Michael Bay Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Smárabíó, Laugarásbíó, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó Frumsýnd 21. júní Veistu svarið? Michael Bay fékk leyfi breskra yfirvalda til að taka hluta myndarinnar upp við Stonehenge og fyrir utan bústað breska forsætisráðherrans í Downing-stræti í mið- borg Lundúna. Númer hvað er húsið? Myndir mánaðarins Myndin var að mestu leyti tekin upp á Englandi og það má nefna að í henni er að finna þráðbeinar tilvísanir í söguna af Artúri kon- ung og riddurum hringborðsins. Atriðin sem gerast innan borgar- marka voru að mestu tekin upp í Newcastle. Af öðrum tökustöðum myndarinnar má nefna Kúbu og er það í annað sinn, á eftir Fast & Furious 8, sem Hollywoodmynd er tekin upp þar í landi. l Fimm af aðalleikurum myndarinnar stilla sér hér upp á Comic Con- kvikmyndaráðstefnunni. Þetta eru f.v. Jerrod Carmichael, Isabela Moner, Anthony Hopkins, Laura Haddock og Mark Wahlberg en fyrir utan þau leika þeir John Goodman, Josh Duhamel og Stanley Tucci stór hlutverk. 10. 24 Þótt Michael Bay hafi sagt að Transformers: The Last Knight sé síð- asta myndin sem hann leikstýri í seríunni er henni samt ekki lokið og er sjötta myndin væntanleg sumarið 2019. Á næsta ári stendur einnig til að frumsýna Transformers-mynd, en sagan í henni er eins konar hliðarsaga við aðalsöguna og segir frá ævintýrum Bumble- bees. Þeirri mynd er leikstýrt af Travis Knight, aðalmanninum á bak við teiknimyndirnar Coraline, ParaNorman og The Boxtrolls. l Ævintýri / Hasar