Myndir mánaðarins Júní 2017 tbl. 281 bíóhluti - Page 14

Wonder Woman Fyrsta verkefnið: Bjarga mannkyninu Eftir að Díana prinsessa af Themysciru bjargar lífi breska flug- mannsins Steves Trevor árið 1915 segir hann henni af styrj- öldinni í Evrópu sem leiðir til þess að Díana ákveður að blanda sér í slaginn og bjarga eins mörgum mannslífum og hún getur. Í Wonder Woman er saga Díönu prinsessu sögð frá upphafi, en hún er af grískum guðum komin, fædd á eyjunni Themysciru og alin upp af Amasónunum sem þar búa, en þær hafa það hlutverk að halda verndarhendi yfir mannkyninu. Díana veit reyndar ekki, a.m.k. ekki til að byrja með, yfir hvaða guðlegu kröftum hún ræður í raun og kemst ekki að því fyrr en hún þarf nauðsynlega á þeim að halda. En þótt Díana sé öflug bardagakona hefur hún aldrei áður komið á mannaslóðir og þekkir því lítið sem ekkert til margra mannasiða sem óhætt er að segja að komi henni spánskt fyrir sjónir, eins og til dæmis að klæða sig í borgaralegan fatnað. Hvernig berst hún í pilsi? Wonder Woman Ævintýri Það er ísraelska leikkonan Gal Gadot sem leikur Diönu Prince / Wonder Woman, en hún mun fara með þetta hlutverk í a.m.k. fimm myndum. 141 mín Aðalhlutverk: Gal Gadot, Chris Pine, David Thewlis, Robin Wright, Connie Nielsen, Elena Anaya, Saïd Taghmaoui, Danny Huston og Ewen Bremner Leikstjórn: Patty Jenkins Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó Frumsýnd 1. júní Punktar .................................................... Eins og aðdáendur ofurhetjumynda vita lék Gal Gadot Wonder Wo- man fyrst í myndinni Batman v Superman: Dawn of Justice og í nóv- ember mun hún svo birtast aftur í Justice League ásamt fleiri þekktum DC-ofurhetjum. Síðan gerir áætlunin ráð fyrir annarri Justice League- mynd árið 2019 og þar á eftir annarri sólómynd um Wonder Woman. l Þegar þetta er skrifað hefur Wonder Woman einungis verið sýnd á prufusýningum og er óhætt að segja að hún hafi fengið frábærar við- tökur. Stiklurnar úr henni eru líka alveg hörkugóðar og þeir eru margir sem spá henni metaðsókn í kvikmyndahúsum. Vonandi rætist það. l Spænska leikkonan Elena Anaya leikur hina illu Maru / Doctor Poison sem hefur verið einn aðalóvinur Wonder Woman allt frá upphafi. Veistu svarið? Gal Gadot sem leikur Díönu Prince birtist í sinni fyrstu bíómynd árið 2009 þegar hún lék Gisele í fjórðu Fast & Furious-myndinni, en það hlutverk endurtók hún svo í myndum nr. 5, 6 og 7. En í hvaða mynd árið 2010 lék hún á móti Tom Cruise? Wonder Woman ásamt nokkrum bandamanna sinna sem leiknir eru af Saïd Taghmaoui, Chris Pine, Eugene Brave Rock og Ewan Bremner. Knight and Day. 14 Myndir mánaðarins