Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 Bíó - Page 6

Bíófréttir – Væntanlegt Nýjasta teiknimyndin frá Pixar- Disney, Coco, sem frumsýnd var helgina áður en þetta blað kom út hefur hlotið algjörlega frábæra dóma og er víða sögð besta Pixar-mynd sem gerð hefur verið. Þar með er mikið sagt enda hafa flestar Pixar-myndirnar verið góðar eins og allir vita og það þurfti að klífa háan múr til að slá við t.d. Toy Story-myndunum, Finding Nemo, The Incredibles og fleirum. En það virðast snillingarnir hjá Pixar nú samt sem áður hafa gert með Coco. Þá er vert að nefna myndina Wonder í þessu sambandi en hún var einnig frumsýnd helgina áður en þetta blað kom út og hefur líka verið að fá ákaflega góða dóma og mun betri en menn þorðu að vona. Sérstaklega þykir hinn ungi Jacob Tremblay fara á kostum í aðalhlutverkinu og það er nokkuð ljóst að þar er á ferðinni ein af stór- stjörnum framtíðarinnar. Þessar tvær myndir, Coco og Wonder, eiga það líka sameiginlegt að vera afar fjölskylduvænar og viljum við hér á Myndum mánaðarins hvetja sem flest kvikmyndaáhugafólk til að sjá þær báðar á stórum tjöldum í bíó. Það er ekki hægt að neita því að af mörgum áhugaverðum myndum desembermánaðar bíði fólk í kvik- myndabransanum hvað spenntast eftir nýju Star Wars-myndinni, The Last Jedi sem frumsýna á um allan heim á sama tíma um miðjan mánuðinn. Ekki bara snýst spennan um að vita í hvaða átt sagan mun þróast (því er lofað að það muni koma á óvart) heldur einnig um 6 Myndir mánaðarins hvort myndin muni ná að slá ótrúlegt aðsóknarmet The Force Awakens sem byrjaði með látum í desember 2015 þegar miðar á hana seldust fyrir meira en 305 milljónir dollara á frumsýningarhelginni. Hún rauk síðan upp í að verða þriðja vinsælasta bíómynd allra tíma á eftir Titanic og Avatar. Þeir bjartsýnustu eru farnir að spá því að The Last Jedi slái met The Force Awakens og ef það gerist verður hún líka komin ansi nálægt því að ná öðru sætinu af Titanic á listanum yfir vinsælustu myndir sögunnar. Aðdáendur leikstjórans og handritshöfundarins Quentins Tarantino hafa allt síðan síðasta mynd hans The Hateful Eight var frumsýnd beðið spenntir eftir að vita um hvað næsta og níunda mynd hans muni snúast. Sögusagnir um að sagan sé um Charles Manson og m