Myndir mánaðarins Desember 2017 tbl. 287 Bíó - Page 4

Myndir mánaðarins Gleðileg jól Desember er runninn upp enn eina ferðina með tilheyrandi hátíðahaldi sem verður vonandi ánægjulegt og gefandi fyrir alla Íslendinga nær og fjær. Víst er að kvikmyndaáhugafólk fær margt gott í skóinn í þessum síðasta mánuði ársins enda eru vægast sagt mjög góðar myndir á dagskrá kvikmyndahúsanna og kennir þar ýmissa grasa eins og venjulega. Eflaust bíða flestir eftir nýjustu Star Wars-myndinni The Last Jedi sem prýðir forsíðu blaðsins að þessu sinni, en aðrar myndir mánaðarins eru líka spennandi hver á sinn hátt og má sjá heiti þeirra í upptalningunni hér fyrir neðan. DVD- og VOD-útgáfan sem sjá má hinum megin í blaðinu er líka vegleg og eru þar á meðal margar stórmyndir auk jólamynda fyrir alla fjölskylduna, teiknimynda og alls kyns barnaefnis. Kíkið á! Desemberdagskrá bíóhúsanna: 1. des. 1. des. 8. des. 8. des. 14. des. 26. des. 26. des. 26. des. 29. des. 29. des. Daddy’s Home Jigsaw I, Tonya Bangsi og dóttir nornarinnar Star Wars: The Last Jedi Jumanji: Welcome to the Jungle Pitch Perfect 3 Ferdinand The Disaster Artist The Greatest Showman Bls. 18 Bls. 20 Bls. 22 Bls. 23 Bls. 24 Bls. 26 Bls. 28 Bls. 30 Bls. 32 Bls. 34 Gleðileg jól og við sjáumst í bíó! Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna? Finndu þá jólagjöfina og taktu þátt í leiknum! Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna litla jóla- gjöf sem einhver gleymdi inni á einni síðunni hér bíómegin í blaðinu og lítur út eins og þessi: Ef þú finnur jólagjöfina og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með skilaboðum, þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem loftbelgurinn er. Mundu að hafa fullt heimilisfang með svarinu. Frestur til þátttöku er til og með 17. desember. Valið verður af handahófi úr réttum lausnum 18. desember og verða nöfn vinningshafa birt á Facebook-síðunni okkar og í næsta tölublaði. Vinningshafar í síðasta leik, finndu loftbelginn: Ari Brimar Gústavsson, Dalatanga 15, 270 Mosfellsbæ Heiða Lind Ingólfsdóttir, Baldursgötu 25, 101 Reykjavík Jón Óskar Ísleifsson, Hjallalundi 15, 600 Akureyri Guðrún S. Sigurgrímsd., Borgarholtsbraut 72, 200 Kópavogi Halldór Guðnason, Fellahvarfi 25, 203 Kópavogi Takk fyrir þátttökuna! MYNDIR MÁNAÐARINS 287. tbl. desember 2017 Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417 Heimasíða: www.myndirmanadarins.is Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / myndmark@islandia.is Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson Próförk: Veturliði Óskarsson Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 22.000 eintök 4 Myndir mánaðarins FRUMSÝND 8. DESEMBER