Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 Bíóhluti - Page 8

Væntanleg í maí – Solo: A Star Wars Story Eins og algengt er með stórmyndir í dag þá hafa aðstandendur nýjustu Star Wars-hliðarsögunnar, Solo, lítið gefið upp um hvað gerist í myndinni enda allir bundnir þagnarskyldu. Við vitum auðvitað að myndin hefst a.m.k. nokkrum árum áður en þeir Han Solo og Luke Skywalker hittast fyrst í fjórða kaflanum, A New Hope, enda kemur fram í nýjustu stiklunni að Han er varla byrjaður að fljúga í upphafi hennar. Annars er kannski best að láta allar get- gátur um söguþráðinn liggja milli hluta og bíða bara eftir myndinni en hún verður frumsýnd á sama tíma í flestum löndum heims þann 25. maí. Nokkrir af aðalleikurum myndarinnar ásamt Phil Lord og Christopher Miller sem upphaflega voru ráðnir leikstjórar myndarinnar en yfirgáfu síðan verkefnið eins og frægt varð og Ron Howard tók við taumunum. 8 Alden Ehrenreich leikur Han Solo í myndinni og fetar þar með í spor Harrisons Ford sem hefur leikið hann hingað til. Donald Glover leikur Lando Calrissian sem Billy Dee Williams lék í myndunum The Empire Strikes Back og The Return of the Jedi. Það má alveg búast við að aðrar persónur úr þessum myndum og jafnvel fleirum komi fram í nýju myndinni. Woody Harrelson leikur Tobias Beckett sem fær Han Solo í lið með sér og á eftir að verða nokkurs konar lærifaðir hans. Emilia Clarke leikur Qi’ru en hún er að því er við best vitum æsku- vinkona Hans Solo og gengur einnig í lið með Tobiasi Beckett. Myndir mánaðarins