Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 Bíóhluti - Page 6

Væntanleg í maí – Deadpool 2 Það er heldur betur farið að styttast í mynd sem margir hafa beðið spenntir eftir, Deadpool 2, en hún er eins og allir vita framhald sögunnar um málaliðann Wade Watts sem öðlaðist ofurhæfileika til að gróa sára sinna eftir að hafa gengist undir nýstárlega tilraun til að lækna krabbamein sem hefði annars dregið hann til dauða. Tilrauninni fylgdi hins vegar sú hliðarverkun að húð Wades af- myndaðist, ekki síst í andliti, og það var einmitt út af því sem hann ákvað að grímuklæðast og leita uppi manninn sem bar ábyrgðina á því að hann varð eins og hann er. Sá er ekki enn fundinn. Síðan við hittum Wade síðast hefur hann dundað sér við ýmislegt annað en að lemja á illgjörnu fólki, eins og t.d. listmálun og eldamennsku. Þau hobbý verða samt að fara á hilluna þegar einn af erkióvinum hans úr upprunalegu teiknimyndablöð- unum, hinn ógnvekjandi Cable, fer að gera sig breiðan, ekki að ástæðulausu. James Brolin leikur Nathan Summers, eða Cable eins og hann er oftar nefndur, en hann er ekkert lamb að leika sér við eins og áhorfendur eiga eftir að sjá. Cable leggur mikla áherslu á að ekki sé sagt frá úrslitum viðureignar hans og Deadpool. 6 Myndin verður frumsýnd 18. maí en það er stranglega bannað að segja orð um söguþráðinn fyrr en í næsta blaði. Þeim sem eru að farast úr spenningi er bent á að kíkja á glænýja stiklu úr henni sem upplýsir ýmislegt en ekkert of mikið. Deadpool er liðtækur málari eins og sjá má á þessari mynd. Það tók ítalska listamanninn Michelangelo fjögur ár að mála freskurnar í loft sistínsku kapellunnar í Róm, þ. á m. myndina Sköpun Adams sem þeir Deadpool og Cable herma hér eftir. Þessi ungi maður, sem Julian Dennison leikur, kemur mikið við sögu í myndinni, meira en hann hélt sjálfur, hvað þá Deadpool. Hin geysiöfluga Domino blandar sér í slaginn en hún er leikin af þýsk-bandarísku leikkonunni Zazie Beetz. Myndir mánaðarins