Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 Bíóhluti - Page 30

Avengers: Infinity War Stál í stál Nítjánda Marvel-myndin og um leið þriðja Avengers-myndin er væntanleg í bíó 27. apríl og í þetta sinn eru nánast allar þær ofurhetjur sem við höfum kynnst í þessum myndum mættar til leiks í baráttunni við hinn ógurlega Thanos sem kominn er til jarðar ásamt sínum grimma og ómennska her til að finna svo- kallaða „eilífðarsteina“. Það má honum alls ekki takast! Það má með sanni segja að þessi nýja Avengers-mynd frá Marvel sé heil kvikmyndahátíð út af fyrir sig, a.m.k. fyrir hina fjölmörgu að- dáendur ofurhetjumynda, enda ekki á hverjum degi sem allar þekktustu ofurhetjur Marvel-sagnaheimsins hittast og taka hönd- um saman. Tilefnið er ærið því von er á til Jarðar máttugasta óvini manna hingað til, óvini sem engin ofurhetja á roð í ein síns liðs. Við förum ekki nánar út í söguþráðinn hér enda vitum við svo sem ekki mikið um hann þar sem allir aðstandendur og leikarar myndar- innar eru bundnir þagnareiði og mega alls ekki láta neitt uppi um framvinduna í sögunni. Þó er vitað að baráttan við Thanos mun ekki enda hér þar sem hann er enn sprelllifandi í fjórðu myndinni sem verður frumsýnd að ári. Hins vegar óttast sumir að a.m.k. ein af þeirra uppáhaldsofurhetjum muni ekki lifa af átökin í þessari mynd! Avengers: Infinity War Ævintýri / Ofurhetjur 155 mín Aðalhlutverk: Chris Hemsworth, Scarlett Johansson, Robert Downey Jr., Benedict Cumberbatch, Chadwick Boseman, Josh Brolin, Chris Evans, Tom Holland, Zoe Saldana, Chris Pratt, Paul Rudd og allir hinir Leikstjórn: Anthony og Joe Russo Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Smárabíó, Ísafjarðar- bíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó Frumsýnd 27. apríl Punktar .................................................... Það tók heilt ár að kvikmynda Infinity War enda var fjórða myndin sem frumsýnd verður á næsta ári tekin upp samhliða. Sagt er að þar sé ekki um að ræða framhald heldur aðra sjálfstæða sögu. l Atburðirnir í Avengers: Infinity War eru sagðir gerast um fjórum árum eftir atburðina í Guardians of the Galaxy Vol 2. l Leikstjórar myndarinnar, bræðurnir Anthony og Joe Russo, gerðu Captain America-myndirnar The Winter Soldier og Civil War, en fyrri Avengers-myndunum tveimur var leikstýrt af Joss Whedon. l Upphaflega var talað um að Carol Danvers, öðru nafni Captain Marvel, yrði kynnt til sögunnar í þessari mynd en hún verður leikin af Brie Larson í samnefndri mynd sem frumsýnd verður á næsta ári. Þetta var dregið til baka og Carol kemur ekki fram í Infinity War. l Hermt er að Tom Holland hafi ekki fengið að lesa handritið að myndinni í heild sinni, bara sínar línur, því hann sagði víst of mikið frá sögunni í Spider-Man: Homecoming þrátt fyrir þagnareið. l Þetta er í níunda sinn sem Robert Downey Jr. leikur Iron Man og um leið jafnar hann met Hughs Jackman sem einnig lék Wolverine níu sinnum. Robert setti sitt met á tíu árum en Hugh á sautján. l Hinn illskeytti Thanos er ekkert lamb að leika sér við eins og bæði ofurhetjurnar og áhorfendur eiga eftir að komast að 27. apríl. 30 Myndir mánaðarins Avengers: Infinity War verður frumsýnd á sama tíma um allan heim og um leið á Marvel-sagnaheimurinn afmæli því nákvæmlega tíu ár eru liðin frá því að fyrsta myndin í honum, Iron Man, var frumsýnd. l