Myndir mánaðarins Apríl 2018 tbl. 291 Bíóhluti - Page 28

Every Day Nýr líkami – sama sálin Sagan í Every Day er afar sérstök en hún segir frá hinni 16 ára gömlu Rhiannon sem verður ástfangin af persónu – eða sál – sem vaknar á hverjum degi í öðrum líkama en hún var í í gær. Myndin er byggð á samnefndri unglingabók bandaríska rithöfundarins Davids Levithan sem kom út í ágúst 2012 og sat um margra vikna skeið á metsölulista New York Times. Sálin sem um ræðir og flakkar á milli líkama á 24 klukkustunda fresti nefnist einfaldlega A í sög- unni. Hún á sínar eigin minningar en um leið og hún yfirtekur nýjan líkama tengist hún um leið við allar minningar þess sem á hann þannig að aðstæður hans – eða hennar – koma A aldrei á óvart. Sagan hefst þegar A vaknar einn morguninn enn, í þetta sinn í líkama pilts að nafni Justin. Þegar A mætir í skólann hittir hann unnustu Justins, Rhiannon, og finnur strax til sterkrar tengingar við hana, tengingar sem A hefur aldrei fundið til áður í öðrum líkömum. Upp frá því reynir A að hitta Rhiannon á hverjum degi í þeim líkömum sem hún vaknar í og að því kemur að Rhiannon fer ekki bara að trúa því að A sé til og að hún flakki á milli líkama heldur verður hún ástfangin af henni, sama í hvaða líkama hún er þann daginn. En þessu ástarsambandi fylgja að sjálfsögðu mörg vanda- mál sem mörg hver eru ekki síður sérstök en sambandið sjálft ... Every Day Fantasía / Rómantík 95 mín Aðalhlutverk: Angourie Rice, Justice Smith, Debby Ryan, Maria Bello, Jeni Ross, Lucas Jade Zumann, Katie Douglas, Jacob Batalon, Ian Alexander og margir fleiri Leikstjórn: Michael Sucsy Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri Þau A og Rhiannon hittast fyrst þegar A tekur yfir líkama unnusta hennar, Justins, sem leikinn er af Justice Smith og er einn af fimmtán leikurum myndarinnar sem leika A í fimmtán mismunandi líkömum. Frumsýnd 18. apríl Punktar .................................................... Angourie Rice, sem leikur Rhiannon í Every Day, er fædd 1. janúar 2001 og var því í raun 16 ára þegar hún lék í myndinni. Þrátt fyrir þann unga aldur á hún nú þegar leik í fjölmörgum myndum að baki enda hóf hún ferilinn aðeins 7 ára. Hér á landi er hún sennilega þekktust fyrir að hafa leikið Betty í Spider-Man Homecoming og fyrir að leika dóttur Ryans Gosling í myndinni The Nice Guys. l Rhiannon á auðvitað erfitt með að trúa því til að byrja með að A sé til og flakki á milli líkama en smám saman er efasemdum hennar eytt. Veistu svarið? Leikstjóri myndarinnar er Emmy-verðlaunahafinn Michael Sucsy en Every Day er önnur bíómyndin sem hann sendir frá sér sem leikstjóri. Sú fyrri var ástarsagan The Vow sem var frumsýnd 2012. Hvaða leikari og leikkona léku aðalhlutverkin í henni? Channing Tatum og Rachel McAdams. 28 Myndir mánaðarins Debby Ryan leikur bestu vinkonu Rhiannon, Jolene.